Af hverju að grafann þarna?

Jæja, Fischer er grafinn aðeins nokkra metra frá þeim stað þar sem afi fæddist. Og í kirkjunni sem afi og systkini hans byggðu og gáfu.


Ég skil ekki af hverju þessi kirkjugarður var valinn. Skil ekki að hann hafi haft nein tengsl þarna austur. (Viðbót:jæja, málin hafa skýrst; tengdó Garðars Sverrissonar býr þarna og Fischer hefur heimsótt staðinn oft og líkað vel!)

En jæja, svosem ekki verri staður en margir aðrir og gott að þetta skyldi hafa farið fram í kyrrþey til að losna við fjölmiðlasirkus og svoleiðis leiðindi.

RIP
mbl.is Fischer jarðsettur í kyrrþey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Pálsson

Hva, ertu frá Þorleifskoti?  Enn skemmtilegt!

Lýður Pálsson, 21.1.2008 kl. 23:07

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta verður nú einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á Suðurlandi, alveg eins og Gullfoss, Geysir, Stöng og Húsið (og Eden).

Grafir helgra manna geta gefið mikið í aðra hönd fyrir ferðaþjónustuna í Flóanum.

Mér finnst samt hálf ömurlegt til þess að hugsa að dóttir Fischers hafi ekki fengið að fylgja karlinum.

Eftir 1000 ár, þegar fornleifafræðingarnir nýja endurreisnartímans grafa upp garðinn, finna þeir hreinræktaðan gyðing í garðinum

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.1.2008 kl. 06:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband