Mánudagur, 21. janúar 2008
Samúðarvæl Hamas virðist ætla að heppnast
Vísa í þessu samhengi á grein VÖV: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/420240/
En ég fatta ekki málið. 75% rafmagns Gasa kemur frá Ísrael / Egyptalandi (Eg.með 5%). Raforkuverið á Gasa á nægar birgðir eftir af olíu. Þetta lyktar af samúðarpólítík hjá Hamas.
En ef Hamas virkilega vill láta íbúum svæðisins líða vel væri spurning að hætta þessum eldflaugaárásum á Ísrael, en þær virðast sérstaklega gerðar til að egna Ísraela til að svara fyrir sig.
En Mogginn fellur í sömu gildru og RUV með, að halda að allt sé rafmagnslaust á Gasa út af þessu máli og reynir ekki að afla sér heildstæðra upplýsinga um málið. Amk má lesa það úr tvíræðu orðalagi Moggans, þ.e. að rafveitan á svæðinu sé lokuð. En Hamas lokaði veitunni, þrátt fyrir að enn væru nægar birgðir (nema Hamas hafi stolið birgðunum til einkanota, eða eitthvað svoleiðis) og rúmlega það.
En þetta samúðarvæl Hamas virðist ætla að heppnast.
Hitt er svo annað mál, að almenningur á Gasa býr við skort. En það held ég að sé ekki síst fyrir þá sök, að Hamas menn vilja ófrið og því hefur þetta svæði einangrast.
Ísraelar eru engir englar, en það er algjör óþarfi að hvítþvo Hamas og aðra öfgamenn þarna á svæðinu eins og svo oft er gert.
Ísraelar hvattir til að opna landamærin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.