5 marka tap

Já, ég spáði fimm marka tapi og það gekk eftir, því miður. Ég var reyndar bjartsýnni í morgun, en þá spáði ég þriggja marka tapi.

Málið er, að við eigum engar stórskyttur. Óli þorir ekki að skjóta á markið og hinir geta það varla, nema undirhanda.

Og með Svensson í markinu er málið dautt. Við áttum aldrei séns.

Ég spáði okkur neðsta sætinu í riðlinum og beinu flugi heim. Ég sé ekkert benda til, að spá mín sé úr korti.

Amk ekki enn sem komið er. En nú verða strákarnir að spýta í lófana og skjóta á markið, því við skorum ekki með því að henda boltanum í Svíana með von um að þeir skori sjálfsmark.


mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Hvaða skyttur? Eigum við einhverjar skyttur?

Snorri Bergz, 17.1.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband