Birta kortleggur pólítíkina

Þar sem Össur er dálítið ráðavilltur í pólítikinni hefur dóttir hans nú kortlagt pólítíkina svo pabbi geti ratað betur um refilstigu stjórnmálanna.


Hann byrjaði rólega en færðist smám saman yfir til vinstri, eins og hann sagði forðum í bráðskemmtilegu viðtali á RUV, í þættinum Á líðandi stundu, sem Ómar Ragnarsson, Sigmundur Ernir og Agnes Bragadóttir stjórnuðu.


Hann var þá stoltur Allaballi, en færðist síðan yfir í Alþýðuflokkinn og síðan í Samfó.  En stundum sér maður ekki betur en að hann sé nokkuð til hægri við miðju. Jafnvel hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn.


En gott fyrir hann að dóttirin skuli hafa kortlagt pólítíkina. Því ef Össur virkilega er jafnaðarmaður, ætti hann helst heima í stærsta jafnaðarmannaflokki Íslands, Sjálfstæðisflokknum, en ekki í Kvennalistanum.


Kannski það standi á kortinu hennar Birtu?
mbl.is Dóttir Össurar kortleggur ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Gunnarsson

Sorry vinur en mér finnst þú aðeins útúr kortinnu hennar Birtu þarna. Og síðan hvenær varð Sjálfstæðisflokkurinn jafnaðarmannaflokkur. Nema jú dagana fyrir kosningar fara þeir á miðjuna og þykjast ógurlega jafnaðarlega sinnaðir. En þeir hafa bara misskilið það Miðjan snýst alls ekki um jafnaðarmennsku heldur Jafnrétti.

Halldór Gunnarsson, 16.1.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband