Miskunnarlausi samherjinn

En allt snýst þetta um gróða auðvitað.
mbl.is Rækjuvinnslu hætt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Fyndið hvað útflytjendur tala alltaf um "ofursterka" krónu gagnvart dollar.  Ég man þegar ég var að alast upp  sem unglingur þá var dollarinn alltaf einhverstaðar á milli 60-70 krónur. Og meira að segja var henni haldið þannig sem lengst með ákveðinni fastgengisstefnu með tilheyrandi gengisfellingum og  viðhlítandi vitleysu.  Man nú ekki eftir því að útflytjendur hafi vælt mikið undan því þá.

Ég held nefnilega að núverandi gengi krónunnar sé bara hið eðlilega gengi krónunnar, og hitt hafi bara verið alger frávik. 

Ívar Jón Arnarson, 15.1.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Púkinn

þegar dollarinn var 60-70 hér áður fyrr, þá var launakostnaður mun lægri en hann er nú. 

Vandamálið er að fyrirtæki sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri en útgjöld í íslenskum krónum hafa það skítt þessa dagana.  Þau halda í vonina um að Seðlabankinn lækki vextina sem myndi leiða til falls krónunnar - ef dollarinn færi í 80 kr eða svo væri ástandið orðið gott.

Púkinn, 15.1.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband