Lok, lok og læs??

 "Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt skipstjóra til að greiða 250 þúsund króna sekt fyrir að veiða innan skyndilokunarsvæðis norður af Deild í júní. Kröfu ákæruvaldsins um að veiðarfæri og afli yrðu gerð upptæk var hinsvegar hafnað. "

 

Jahérna, ég er með þrjár spurningar:

 

a) ef þetta var lokað hólf, hvernig komst hann þá inn?
b) og hver opnaði þá fyrir honum?
c) of af hverju drukknaði skipstjórinn ekki, ef hann óð út í sjó án þess að vera á báti?


Ég hef oft heyrt talað um að skip sé að veiðum, eða skip hafi verið tekið að ólöglegum veiðum, en man ekki eftir að skipstjóri hafi verið þarna úti að synda með veiðarfærin með sér og verið gómaður glóðvolgur.


mbl.is Sektaður fyrir veiðar innan lokaðs hólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Einhver verður að sekta blaðamenn á Mbl.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2008 kl. 15:11

2 Smámynd: Snorri Bergz

Neinei, tölvan var á auto-pilot þegar fréttin var skrifuð.

Reyndar kom fram síðar, að skipstjóri hafi í raun og veru siglt á bát.

Snorri Bergz, 4.1.2008 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband