Mér finnst þetta andstyggilegt

Í mínum huga er þetta ekki bara spurning um, að konan stjórni eigin líkama. Hún er komin með annan líkama inni í sér og ég veit ekki til að hún hafi siðferðilegan rétt til að taka hann af lífi.


En ok, sú umræða er stærri en getur farið fram hér.


En hér á í hlut aðferð sem að mínum dómi er andstyggileg og lítilsvirðing við hinn litla líkama, sem býr inni í henni. Þetta er lítilsvirðing við líf. Ef hún virkilega vildi eyða fóstrinu -- og það er heimilt skv. landslögum, hefði hún átt að gera það með skárri hætti, þ.e. á spítala, eins og venjan er.

Ef ég lem einhvern á kjaftinn og segist ráða yfir mínum hnefa, er þá samt ekki að gera öðrum miska? Bara smá pæling.


Það má ekki flengja börnin sín í dag, helst ekki. Það telst ofbeldi. En það má hins vegar drepa þau, þegar þau eru algjörlega varnarlaus. Það telst frelsi.


Æ, ég skil þetta ekki.


mbl.is Eyddi fóstri heima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg hefdi ekki getad sagt thetta betur sjålfur.  Vesalings barnid.

Þórarinn Jóhann Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 09:05

2 identicon

Nú er þetta fóstur en ekki barn, hverju svo sem kristlingar vilja trúa um sálina og allt það...

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 09:16

3 Smámynd: Snorri Bergz

Í mínum huga er þetta barn. Þarna er líkami, þó lítill sé.

Ég fékk sjálfur að lifa, þrátt fyrir að skv. læknisfræðilegum forsendum hefði átt að stúta mér með tækjum og tólum og henda hræinu í tunnuna.

Það voru miklu ríkari ástæður hjá móður minni til að láta stúta mér en þessari konu að taka inn þessar töflur. Móðir mín var að leggja sitt eigið líf undir, ef ég man rétt það sem mér var sagt hér forðum.

Það er m.a. af þessum forsendum, sem mér er illa við svona gjörninga.

Snorri Bergz, 3.1.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband