1 Anno Saddami

Jæja, þá er fyrsta árið liðið í hinu nýja tímatali margra súnníta í Írak, eitt ár liðið frá aftöku Saddams.

Á þessu ári hefur verið ófriðvænlegt í Írak, þó ástandið hafi reyndar skánað örlítið upp á síðkastið. En Saddam hvarf af landi lifenda og farið hefur fé betra, eins og sagt er. Þótt maður sé á móti aftökum per se, er maður fús til að gera einstaka undantekningar og set ég Saddam í þann hóp. Maðurinn átti ekki skilið að lifa, og svo get ég aðeins sagt um örfáa menn.

En ætli Írak verði nokkurn tíma friðvænlegt, nema e.t.v. annar harðstjóri, og ekki síður grimmur, komist þar til valda á komandi árum og hreinsi til?
mbl.is Ár liðið frá aftöku Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband