Ekkert óvænt svosem

Bin Laden er greinilega í erfiðri aðstöðu eftir morðið á Bhutto. Al-Kaida hefur verið kennt um morðið og má í því ljósi telja ólíklegt, að hann njóti mikils stuðnings málsmetandi manna í heimi íslams. Hann grípur því til þess sama og Saddam og fleiri hafa gert, þegar þeir eru komnir út í horn, að byrja að tala um að eyða Ísrael. Þetta er ekkert nýtt svosem, þetta hafa leiðtogar flestra ef ekki allra Arabaríkja talað um einu sinni eða oftar.

Hitt er svo annað mál, að líklegt er að þessi upptaka hafi verið gerð áður en Bhutto var myrt. Það bendir síðan til, að hann hafi þá þegar verið kominn út í horn. Hann er í vörn og hugsanlega hefur það eina góða við Bin Laden, gott vit hans á fótbolta, sest í skapið á honum eftir slæm úrslit nýlega.


En Bin Laden hefur engin völd, og lítil áhrif, utan ákveðins hóps manna, hinna róttækustu íslamista. Það breytir því ekki svo miklu, hvað Bin Laden segir, nema hvað hætta er á að frekari hryðjuverk eigi sér stað. En sú hætta er hvort sem er alltaf fyrirliggjandi.

Því breytir þetta ávarp Bin Ladens í raun engu, nema hvað að hann er greinilega búinn að mála sig út í horn. En hvernig sem öðru líður, þá hefur hann gervihnattadiska í hellum sínum og notar þá m.a. til að horfa á leiki Arsenal í fótboltanum. Hann hlýtur því að vera glaður akkúrat núna, eftir sigur Skyttnanna á Everton í gær.
mbl.is Bin Laden boðar nýtt heilagt stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband