Slátrað samkvæmt lögum?

Kannski já, en síðan er líkinu misþyrmt? Er það ekki dálítið shaky?
mbl.is Öll slátrun samkvæmt lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Misþyrmt?

Er ekki verið að votta því virðingu?

Sá sem hefur aldrei séð jarðarför, gæti talað um að þar fari fram misþyrming.

Lík eru borin um í kistu (stundum brend), púðruð upp og klædd í viðhafnarbúnað, grafin í jörðu osfr.

Ef einhver ákveðin trúarhópur við fá að stunda sína trúar-athöfn, þá eiga þeir að fá að gera það í friði, svo lengi sem það sé ekki verið að pynda dýrin.

Baldvin Mar Smárason, 27.12.2007 kl. 12:25

2 identicon

"Líkinu" ?

Enn eitt dæmið um orðnotkun sem fer útfyrir eðlilegann skilning til að reyna að telja fólki trú um eitthvað. 

Fransman (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 13:37

3 Smámynd: Snorri Bergz

Já, hræ er kannski betra. En hverju er ég að reyna að telja fólki trú um Fransman?

Baldvin: að bera lík í kistu er svoldið annað en að skera það á háls og láta því blæða út.

Snorri Bergz, 27.12.2007 kl. 13:48

4 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Já, og hugsið ykkur:  Síðan eru sumir sem borða "líkið"! 

Snorri, ég held að við verðum að gera greinarmun á mönnum og dýrum í þessum samhengi.

Kristján Magnús Arason, 27.12.2007 kl. 14:33

5 Smámynd: Snorri Bergz

Jú, vissulega. En mér finnst þetta frekar ljót aðferð, að skera dýr á háls og láta þau blæða "út", jafnvel þó þau hafi verið drepin áður.

En eins og sagt var að ofan, þetta er hluti af hajj-dæmi múslima og við verðum víst bara að taka því með karlmennsku.

Snorri Bergz, 27.12.2007 kl. 14:35

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta er verra en það eiginlega. Dýrið er svæft og síðan er það skorið á háls og látið blæða út sem getur alveg tekið einhverjar mínútur. Þannig að þó dýrið finni sennilega ekki til er það enn lifandi. Lífið fjarar síðan smám saman út.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.12.2007 kl. 15:05

7 Smámynd: Snorri Bergz

Er það bara svæft Hjörtur. Í Mekka og annars staðar í löndum íslams er dýrið lifandi þegar því blæðir út. En ég taldi af fréttinni, að dýrið væri drepið með einhverju rafdæmi og síðan væri það skorið á háls eftir að það væri dautt.

En kannski skildi ég þetta vitlaust.

Snorri Bergz, 27.12.2007 kl. 15:14

8 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

til Einars:

Það eru einræðisríki í mið-austurlöndum, ég veit ekki betur en svo að múslimar í bretlandi, canada, bandaríkjunum, frakklandi osfr sýni kristnum, búddistum og hindúum, almenna kurteisi.

Baldvin Mar Smárason, 27.12.2007 kl. 16:46

9 Smámynd: Snorri Bergz

Baldvin: þetta er nú frekar þunn röksemdafærsla. Þeir gera það þá, af því að þeir eru sjálfir í minni hluta og hafa ekki efni á vandræðum. En í þeirra löndum er fólk af öðrum trúarhópum ofsótt, með beinum eða óbeinum hætti, og það oftast frekar harkalega.

Snorri Bergz, 27.12.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband