Kratar að missa sig

Sko, jafnaðarmenn hafa farið fremstir allra held ég í pólítískum embættaveitingum og stofnun nefnda til að veita félögum sínum bitlinga og smá aukapening eða áhrif.

Og af hverju sögðu kratarnir ekkert við samsvarandi málum, þegar gengið var framhjá t.d. 2 "hæfari" einstalingum, eins og t.d. Friðjón bendir á.

Er þetta ekki bara kaldastríðshugsunin enn? Þeir eru svo vanir að vera á móti Davíð Odds, eins og foringi þeirra, að þeir eiga erfitt með að hætta því, þó Davíð sé hættur.


Það er einmitt svona rugl sem gerir kratana oft ótrúverðuga...vilja slá sig til riddara með "hneykslismálum", sem eru engu verri en þeirra engin framganga, jafnvel skárri.


En ég ulla á þetta rugl í krötunum. Takið fyrst til í eigin ranni og ekki veitir af.


mbl.is Vilja mótmæla pólitískri spillingu við embættisveitingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Voðalega varstu lengi Benni að svara þessu. Það liðu held ég heilar 7 mínútur frá því að ég postaði bréfi um krata uns þú svaraðir. Ertu farinn að eldast?

Snorri Bergz, 23.12.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Snorri Bergz

nei auðvitað ekki. Óþolandi hræsni í ungkrötunum.

Snorri Bergz, 23.12.2007 kl. 15:51

3 identicon

Það er ótrúlegt að geta varið svona sama hvar menn eru í flokki, ég myndi aldrei verja svona gjörning sama þó hann væri framinn af flokki sem ég gæti hugsað mér að styðja. Ég tel mig vera það heiðarlegan að ég gæti aldrei samþykkt svona vinnubrögð, skiptir þá engu máli hver stæði á bak við þau. En sumir sjá sig knúna til að verja svona fram í rauðan dauðann og segir það meira um þá sjálfa hvað heiðarleika varðar en nokkuð annað. Eru menn virkilega það blindir eða finnst mönnum þetta bara allt í lagi? Hvað ef einhver annar flokkur hefði hagað sér svona? Það vita allir að þetta er mjög pólitísk ráðning og allt tal um að álit nefndarinnar sé gallað og þess vegna hafi Þorsteinn verið ráðinn er auðvitað bara tómt píp. Þetta er orðið óþolandi, fyrst fer spilafélagi Davíðs inn í hæstarétt, svo frændi hans og nú fær sonur hans feita stöðu, fyrir utan það þá fengu vinir og vandamenn Davíðs sendiherrastöður hægri vinstri, eða ætti ég að segja hægri hægri. Svo lætur Geir auðvitað ekkert uppi og vill ekki koma í fréttir vegna málsins, er maðurinn heigull eða veit hann sem er að þetta eru arfa rotin vinnubrögð og árás á lýðræðið í landinu?

Valsól (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 18:49

4 Smámynd: Snorri Bergz

Já, já, en ég heyri bara mótmæli þegar Davíð er blandað í þetta. Ekki þegar meintir bitlingar fara til fólks sem honum er ótengt. Þá er þetta allt í lagi, og enginn segir neitt.

Snorri Bergz, 23.12.2007 kl. 18:57

5 identicon

Þetta er svo ósvífið, það er bara málið. Ég get vel skilið að þú viljir verja þína menn, en þegar þeir verða uppvísir af svona ósvífni þá bara blöskrar öllu heiðarlegu fólki, því siðblindan er slík að maður fer ósjálfrátt að hugsa og velta því fyrir sér hvort þessir aðilar séu ekki eins og fólk er flest. Hvernig getur einstaklingur með fullu viti komið fram með þá röksemd að álit nefndarinnar sé gallað, þegar hvaða menntaskólaunglingur getur séð að þetta er spilling á hæsta stigi.

Því miður þá tengist þetta ekki bara inn í Sjálfstæðisflokkinn því allir flokkar eru sekir um pólitískar ráðningar ef þeir hafa mögleika til. Við borgarar þessa lands eigum ekki að sætta okkur við að menn hagi sér svona hvar í flokki sem þeir eru. Ástæðan fyrir því að ég er að skammast þetta út í Sjálfstæðismenn núna er sú að þeir eru svo ósvífnir í gjörðum sínum, þeir gera bara eins og þeim sýnist og liggur við að þeir segji þegar þeir eru spurðir ,,skiptu þér ekki af því sem þér kemur ekki við"  Hvað Davíð varðar þá sýndi hann það og sannaði að fólk var skíthrætt við völd hans og um hann safnaðist fjöldinn allur af jámönnum.

Valsól (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband