Engin rök fyrir hvalveiðum?

dontSaveTheWhales""Ástralska ríkisstjórnin telur víst, að engi trúverðug réttlæting sé fyrir því að veiða hvali og mun beita sér af afli fyrir því að Japanar hætti hvalveiðum," sagði  Stephen Smith, utanríkisráðherra Ástralíu í yfirlýsingu."


Er virkilega engin trúverðug réttlæting fyrir því að veiða hvali? Hvað með, að hvalurinn étur meiri fisk en menn? Og meðan við þurfum að skera niður kvóta, verndum við hvalina sem ganga á lagið og háma enn meira í sig.


Er virkilega engin trúverðug réttlæting fyrir því að veiða hvali? Jú, ábyggilega má finna nokkrar. En Ástralir eru fanatískasta and-hvalveiðaþjóð í heimi...en þeim stendur á sama um að skjóta t.d. kengúrur. Ég fatta þetta ekki. Annað hvort eru menn á móti veiðum á fallegum dýrum eða ekki. Það er auðvelt að vera á móti veiðum á dýrum, sem maður veiðir ekki sjálfur. Þess vegna er ég t.d. á móti kengúruveiðum. Íslendingar þurfa að fara að mótmæla þeim harkalega á alþjóðlegum vettvangi.

plankton-added


mbl.is 30 ríki mótmæla hvalveiðum Japana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Já, rétt strákar.

Hilmar: En þessi rök ættu að vera til að auka hvalveiðar, vilja ekki allir eiga uppstoppaðan hnúfubak uppi á hillu í stofunni hjá sér?

Ok, took it too far, eins og Kristján heiti ég Ólafsson hefði sagt.

En menn vilja oft veiða það sem er fallegt, sbr. keppendur í ungfrú Ísland. En þær veiðar eru að vísu af öðrum toga.

En þegar upp er staðið er erfitt að finna haldbær rök gegn hvalveiðum, svona almennt, því flestir hvalastofnar eru orðnir of stórir fyrir lífríkið. Einstaka tegundir eru á sæmilegu róli, en ég man ekki eftir neinum sem er í útrýmingarhættu, virkilega, þó Grænófriðungar og Starbucks segi annað.

Ég mæli með síðu Alberts skipstjóra: www.arcamar.is og www.arcamar.org Þar er mjög margt skemmtilegt að lesa um þessi mál og tengd.

Snorri Bergz, 22.12.2007 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband