Jákvæð mismunun?

Er til eitthvað, í raun, sem heitir "jákvæð mismunun"?


Getur mismunun verið jákvæð?


Ef einhverjum aðila er mismunað, hvað er jákvætt við það, þó að einhver annar græði?


Er þá ekki verið að kaupa köttinn í sekknum?
mbl.is Enga jákvæða mismunun hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Nákvæmlega.. að sama skapi er ég ekki fylgjandi þeirri jafnréttisbaráttu sem felst í því að ef tveir einstaklingar sem eru jafnhæfir í starf að það þurfi að velja konuna eða að ákveðinn fjöldi starfsmanna á þingi eða á vinnustað þurfi að vera kona. Finnst þetta ekki vera rétt hvatning fyrir konur... en það er bara mín skoðun.

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 21.12.2007 kl. 08:21

2 Smámynd: Snorri Bergz

Alveg sammála þér. Og það sem verra er, stundum er (að ég hef heyrt) vanhæfari einstaklingur valinn bara vegna t.d. kynferðis, til að "jafna hlut kvenna" innan fyrirtækisins/stofnunarinnar.

Þetta getur ekki verið farsælt, eða er það?

Snorri Bergz, 21.12.2007 kl. 08:53

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það var notuð "jálvæð" mismunun í Ameríku til að jafna hlut svertingja til menntunnar.  Held aðallega í háskólum.  Bæði höfðu svertingjar ekki haft lýðræðisleg réttindi eins og að kjósa. En þegar þau voru fengin var hefðarveldið ekki tilbúið að taka þeim sem "jöfnum" á einum degi.  Einnig var ekki hefð innan hópa þeirra sjálfra til að sækja sér menntunar.  Þannig held ég að þessi "jákvæða " mismunun hafi hafist?

PS: Langar að spurja um eitt...það hefur alltaf vafist fyrir mér hvernig tveir ólíkir einstaklingar geti verið jafnhæfir??? 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 09:08

4 Smámynd: Hreinn Ómar Smárason

Þessi spurning sem Anna varpar fram er einmitt kjarni málsins.  Það er ekki hægt að nota það sem forsendu fyrir ráðningu í starf að viðkomandi sé af ákveðnu kyni eða þjóðerni, eða einhverju öðru álíka.  Það á einfaldlega ekki að skipta máli.

Ef ég er ráðinn í starf sem fleiri sóttu um, þá á ég að fá starfið vegna þess að ég var hæfari en aðrir sem sóttu um, ekki vegna þess að nú var komið að því að ráða karl, til þess að jafna kynjahlutfallið í fyrirtækinu.  Þú getur alltaf fundið mun á umsækjendunum, því engir tveir einstaklingar eru eins, eins og Anna bendir réttilega á.

Hreinn Ómar Smárason, 21.12.2007 kl. 09:21

5 Smámynd: Guðlaug Birna Björnsdóttir

Já einmitt, þetta hefur einmitt oft vafist fyrir mér líka, hvernig geta tveir einstaklingar verið jafnhæfir? Þeir eru það kannski á einhverjum pappírum (sama menntun, jafnmikil reynsla) en það hlýtur að vera munur á þeim, annar hefur kannski þroskast meira í starfi, annar hefur kannski meiri hæfileika í mannlegum samskiptum.. það er atvinnuveitandans að ákveða hvor einstaklingurinn honum finnst vera hæfari í það starf sem verið er að ráða í.

Guðlaug Birna Björnsdóttir, 21.12.2007 kl. 09:52

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvað er ráðning Þorsteins Davíðssonar annað en "jákvæð" mismunn???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband