Forsjárhyggjan

Hér í den voru sett lög á Íslandi um, að ákveðnir einstaklingar mættu ekki eignast börn. Það var gert undir merkjum mannkynbótafræðanna og var Vilmundur landlæknir helsti forvígismaður þessa. Hann skrifaði jafnvel rit, sem fylgdi með sem útskýringakladdi fyrir þingmenn.

Þá átti semsagt að vana þá, sem væru "óhæfir", s.s. glæpamenn af slæmum toga, geðsjúka, þroskahefta og fleiri slíka, ef ég man rétt.


En nú á semsagt að hindra að feitir fái aðstoð við að eignast börn. Og næsta skrefið verður þá vísast það, að gelda þá og vana, eða hvað sem menn vilja kalla það.


Kannski ætti maður að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir og drífa sig í að unga eins og 1-2 stykkjum út, áður en mér verður það bannað?
mbl.is Feitar fá ekki tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Var ég að hæða Vilmund landlækni? Ef ég vildi hæða Vilmund hef ég nóg material fyrir mörg áramótaskaup.

Snorri Bergz, 20.12.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Það sem verið er að tala um er að verja mæðurnar og ófædd börn þeirra fyrir þeim hættum sem fylgja meðgöngu of feitra kvenna. Hafðu í huga að það eru fjármunir, líf og heilsa í húfi. Sömu rök gilda fyrir því að of gamlar konur fari ekki í tæknifrjóvgun. Og sömu rök má nota fyrir því að of grannar konur fari ekki í tæknifrjóvgun.

Mjög svipuð hugsun liggur að baki ættleiðingarlögum - ef þú ert feit(ur), heilsuveil(l), reykir, ert drykkfelld(ur) eða hefur eitthvað annað þér til vansa sem getur haft áhrif á framtíða andlega eða líkamlega heilsu barns, þá færðu ekki að ættleiða.

Þetta heitir heilbrigð skynsemi.

Þór Sigurðsson, 20.12.2007 kl. 10:30

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég er aðallega að spá í, að hneigingin er í þá átt, að ganga sífellt lengra í forsjárhyggjunni. Hvað kemur næst?

Verður fólki bannað að pissa nema í sérstök lyfjaglös, til að tékka hvort menn séu dópaðir? Þetta hlýtur að koma fyrir 2030...eða jafnvel fyrr.

Þetta mál eitt og sér er vísast góðra gjalda vert, en forsjárhyggjan er farin að færast í aukana og það ekkert smávegis.

Snorri Bergz, 20.12.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Einar Þór Strand

Varðandi Vilmund má bara segja að það er sláandi að jafnaðarmaður eins og hann var skildi aðhillast þá stefnu sen hann setti fram í mann kynbótum því hún hefur oftast verið tengd öðrum öflum.

Einar Þór Strand, 20.12.2007 kl. 11:23

5 Smámynd: Snorri Bergz

Já, og ýmislegt fleira sem hann gerði, sem ekki samrýmdist "sósíalisma", og hefur "frekar verið tengt öðrum öflum".

Snorri Bergz, 20.12.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband