Auglýsingar í Áramótaskaupi

Ok, ég þoli ekki auglýsingar í miðjum þáttum eða myndum.

En gera má undantekningu núna, því margir þurfa að komast á klóið til að kasta af sér ölinu.

En ég get þó fallist á þetta fyrir mitt leyti til að lappa aðeins upp á fjárhag RUV, þó ekki sé nema til að geta borgað köntrí-sveitinni sem styrinn mikli stendur um.
mbl.is Kvartað vegna auglýsingar í Áramótaskaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Jón Arnarson

Það er nú mín skoðun að annað hvort á RUV að vera á auglýsingamarkaði eða á spena ríkisins, ekki bæði.

Meðan RUV er á fjárlögum eiga aldrei undir nokkrum kringumstæðum að vera auglýsingahlé í miðjum dagskrárliðum af nokkru tagi.  Skaupið á algerlega að vera heilagt gegn þessu, þó svo oft sé það nú ekki upp á marga fiska.

Ívar Jón Arnarson, 19.12.2007 kl. 13:13

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja auglýsingarnar gætu hæglega orðið það skásta í skaupinu.

Snorri Bergz, 19.12.2007 kl. 13:26

3 Smámynd: Einar Jón

Er þetta ekki eitt stórt grín?

Grínauglýsingar verða á 10 mín fresti í skaupinu, og ein "ekta". Svo verða menn að rífast um það það sem eftir er kvöldsins hver þeirra kostaði 3 millur...

Einar Jón, 19.12.2007 kl. 14:58

4 Smámynd: Gunnar Kr.

Nei, Snorri, þetta getur verið stórhættulegt, því ef allir landsmenn sturta niður á sama tíma getur myndast "sjokk" á vatnsdreifikerfið í hverju bæjarfélagi fyrir sig, svo við getum verið vatnslaus á nýársdag!

Gunnar Kr., 19.12.2007 kl. 18:10

5 Smámynd: Snorri Bergz

Ekki ef ákveðinn hluti landsmanna pissar útfyrir. Ég hef KRinga sérstaklega í huga hvað það varðar

Snorri Bergz, 19.12.2007 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband