Ýmislegt að gerast þarna suðurfrá

Jæja, nú líður að jólum í Landinu helga. En jólafriður er ekki mikill, þó ástandið sé vissulega skárra núna en oft áður.


story_veil_afpFrá mínum bæjardyrum séð er ýmislegt að frétta. Meðal annars eru ákveðin vandræði í samskiptum Ísraels og Egyptalands, eftir að Ísraelsmenn sendu vídeóupptökur af egypskum hermönnum hjálpa Hamas við að smygla vopnum inn á Gasa. Og jafnframt hverfi hópar Hamas manna frá Gasa, undir því yfirskyni að fara í pílagrímsferð, en séu í raun á leið til Írans í þjálfunarbúðir. Þetta, og skýrslur amerískrar sendinefndar, sem m.a. rannsakaði landamæri Egyptalands og Gasa og athugaði smyglgöng Hamas manna, gæti þýtt að fjárhags- og e.t.v. hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Egypta verði seinkað, uns úrbætur hafi verið gerðar og vopnasmyglið til Gasa hefur verið stöðvað. Það gæti gengið illa, því Mubarak, forseti Egyptalands, vill frekar að vopn fari til Gasa en til Kairó. En Kanarnir hafa lofað að hjálpa Egyptum að stöðva vopnasmyglið.


d_bloggi_heil_hamasOg Hamas heldur rallí og kennir Ísraelum og Vesturlöndum um slæmt ástand mála á Gasa (og jafnvel nokkrir hér á landi taka undir!). Condí Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, neitar því alfarið og segir, að Hamas sé um að kenna með framferði sínu, stefnumálum og kúgun þegna sinna. Já, Hamas er öflugt, á stuðningsmenn víða, hér á Íslandi og í Arabaheiminum, en t.d. er óvíst hvort arabaríkin greiði umsamda styrki til Palestínsku heimastjórnarinnar til að styggja ekki Hamas.


06_09_24_Fleecers-XEn er ekki allt í góðu milli Abbasar og hans manna og Ísraela? Ja, ekki alveg, en nýlegt morð á Ísraela á Vesturbakkanum var framið af öryggissveitum Abbasar og með vopnum, sem Ísrael heimilaði innflutning á, til að styrkja öryggissveitirnar. Svona "smámál" eru kannski ekki ágreiningsefni ein og sér, en þegar mörg slík mál safnast saman, gætu þau haft áhrif á samskiptin, ekki síst þegar tvítungan fræga er aftur komin á kreik, en eins og á dögum Arafats er leiðtogi Palestínumanna jafnan með tvær tungur í gangi, þá friðsamari gagnvart Ísraelum og Vesturlöndum og aðra herskárri, sem notuð er í tilkynningum til eigin manna.


Árás Ísraela á eldflaugaskotmenn Islamic Jihad hefur heldur varla orðið til að auka friðinn, en atlagan var gerð á hendur mönnum, sem hafa staðið fyrir eldflaugaárásum á Ísrael meira og minna daglega í 18 mánuði.

Og "góðar" fréttir frá Íran. Lögreglan var að enda við að loka 24 internet-kaffihúsum vegna siðspillingar internetsins, að því að segir í frétt Reuters og New York Times.

Æjá, ýmislegt að gerast, en ekki allt jákvætt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband