Glæsilegur sigur

Kjúklingarnir í Arsenal (meðalaldur 20 ár) sigruðu fullskipað lið Blackburn 2:3 eftir framlengingu.

Og það þrátt fyrir að spila einum færri í framlengingunni, en þegar hún hófst var staðan 2-2.


Arsenal komst í 2-0, en síðan skoraði Blackburn mark, sem ég held að hafi verið rangstæða. Verulega sárt, en ég sá ekki betur í endursýningu á Sky, en að Derbyshire (eða hver það var sem sendi fyrir) hafi verið rangstæður þegar boltanum var sparkað á hann.

En Arsenal hafði þá átt að vera búið að klára,með skot í slá og svoleiðis. En það kostar! eins og Steini segir gjarnan.


Arsenal hafði verið miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik, en verr gekk i síðari hálfleik og máttu börnin þakka fyrir að sleppa með 2-2 úr því sem komið var.


Og sætt að sigra, skora sigurmarkið manni færra. Og með kjúklingaliðið inná.

Glæsilegt drengir. Til hamingju.
mbl.is Tottenham og Arsenal komust áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband