Brjálað veður

Ég sit hér á skrifstofunni kl. 06.40 og hlusta á storminn gnauða fyrir utan gluggann. Ljósastaurar hristast og skjálfa, og jafnvel 1,3 tonna bíllinn minn var rétt áðan í svipaðri aðstöðu.

Og ég hafði skilið gluggann eftir opinn í gær, þegar ég fór heim. En allt í góðu.


Persónulega vil ég frekar fá rok og rigningu en frost á Fróni, jafnvel í öfgakenndri útgáfu. En ég held þó, að margir séu ekki sama sinnis, sérstaklega þeir sem verða fyrir tjóni vegna þessa.


En "gaman" samt að fá smá öfgar í veðrinu stöku sinnum, rétt til að  minna okkur á, að við búum á Íslandi. 
mbl.is Stormviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband