Fimmtudagur, 13. desember 2007
Réttur til málþófs?
Jæja, þingskaparmálið heldur áfram á þingi. Nú vilja allir flokkar, nema VG, hagræða í þingsköpum og gera þau nútímalegri. VG er einn flokka á móti, enda hafa málþæfingarmenn gjarnan komið úr þeim flokki, eða forverum hans.
Málþóf á þingi getur verið hrútleiðinlegt, ekki síst þegar málþófi er beitt á slæmum tímum, t.d. þegar stutt er eftir af þingi og svoleiðis, svo nauðsynleg mál verða eftir og ná ekki að klárast. Og til hvers að beita málþófi? Jú, til að tefja mál frá því að vera samþykkt, ekki til að stöðva þau.
Málþóf er semsagt framið til að hindra hin lýðræðislega kjörna meiri hluta frá því að koma málum í gegn um þingið. Réttur meiri hlutans til athafna er þarmeð takmarkaður, aðeins til að hávær minni hluti nái að gaspra og vekja athygli á sérskoðunum sínum.
Ég er á móti tilgangslausu málþófi, sem hamlar lýðræði og skerðir virðingu Alþingis. Þó minni hluta menn hafi vissulega málfrelsi, skv. lögum og stjórnarskrá, getur hann þá bara komið skoðunum sínum á framfæri á viðeigandi stöðum, t.d. með útgáfu dreifibréfs eða einhverju, í stað þess að trufla starfsemi þingsins og gera þingmenn gráhærða fyrir aldur fram.
Ég held að VG sé hér að gera stór mistök, pólítískt séð. Fyrir utan þann hefðbundna frasa, að VG sé "alltaf á móti öllu", þá sé ég ekki betur en að flestir landsmenn séu þreyttir á málþófi VG-manna á þingi og vilji takmarka ræðutímann, enda hljóta þingmenn að vera það sjóaðir, að þeir geti komið máli sínu til skila á skemmri tíma.
Réttur til málþófs? Nei takk.
Málþóf á þingi getur verið hrútleiðinlegt, ekki síst þegar málþófi er beitt á slæmum tímum, t.d. þegar stutt er eftir af þingi og svoleiðis, svo nauðsynleg mál verða eftir og ná ekki að klárast. Og til hvers að beita málþófi? Jú, til að tefja mál frá því að vera samþykkt, ekki til að stöðva þau.
Málþóf er semsagt framið til að hindra hin lýðræðislega kjörna meiri hluta frá því að koma málum í gegn um þingið. Réttur meiri hlutans til athafna er þarmeð takmarkaður, aðeins til að hávær minni hluti nái að gaspra og vekja athygli á sérskoðunum sínum.
Ég er á móti tilgangslausu málþófi, sem hamlar lýðræði og skerðir virðingu Alþingis. Þó minni hluta menn hafi vissulega málfrelsi, skv. lögum og stjórnarskrá, getur hann þá bara komið skoðunum sínum á framfæri á viðeigandi stöðum, t.d. með útgáfu dreifibréfs eða einhverju, í stað þess að trufla starfsemi þingsins og gera þingmenn gráhærða fyrir aldur fram.
Ég held að VG sé hér að gera stór mistök, pólítískt séð. Fyrir utan þann hefðbundna frasa, að VG sé "alltaf á móti öllu", þá sé ég ekki betur en að flestir landsmenn séu þreyttir á málþófi VG-manna á þingi og vilji takmarka ræðutímann, enda hljóta þingmenn að vera það sjóaðir, að þeir geti komið máli sínu til skila á skemmri tíma.
Réttur til málþófs? Nei takk.
Rætt um fjárlög til rúmlega 3 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.