Öfga-femínistar á Íslandi hljóta að mótmæla þessu

og leggja til að Ryanair verði sniðgengið. Það segir sig sjálft!

Er það ekki Sóley?
mbl.is Flugfreyjur á bikíní reita Spánverja til reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Það yrði auðvitað eðal forræðishyggja og afskiptasemi, tækju íslensku femínistarnir þátt í spænsku gremjunni gagnvart írska flugfélaginu.

Ég mæli eindregið með því!

Brjánn Guðjónsson, 11.12.2007 kl. 16:09

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hvaða öfgafemínismatal er þetta nú eiginlega? Þarna eru spænsk neytendasamtök að mótmæla dagatalsmyndum sem misbjóða virðingu þeirra. Vilt þú láta draga þig í dilk sem einhverja heimska ljósku á bikini, vill það einhver? Það er stór munur á dagatalsmyndum af sætum stelpum á bikini og flugfreyjum sem er líkt við stelpur á bikini. Þetta snýst allt um virðingu og það er ekki virðing gagnvart flugfreyjum að nota þessa bikiniímynd á þær. Ég er enginn sérstakur femínisti en ég er mikill mannréttindasinni, hvort kynið sem á í hlut. Og ég hef talsvert saknað undanfarið málefnalegrar og rökstuddrar umræðu þegar deilt er á femínista.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 11.12.2007 kl. 19:45

3 Smámynd: Snorri Bergz

Ég er nú bara að tala um, að þarna eru léttklæddar stelpur á stjái. Það hlýtur að vera í andstöðu við þá ofur-bleiku.

En það er svoldið erfitt stundum að ræða málefnalega um eitthvað sem í raun er huglægt og tilfinningalegt, t.d. trúarbrögð, pólítískar skoðanir, enska boltann osfrv.

Og með þessari snilldarkæru á hendur VISA voru öryggisráðslimir Femínistafélagsins að útiloka málefnilega umræðu. Þetta er bara svo vitlaust, að enginn nennir að reyna að leggjast á þetta lága plan til umræðu. Það er amk mín skoðun. Svona löguðu á bara að gera grín að.

Snorri Bergz, 11.12.2007 kl. 20:17

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Sem dæmi hafa verið gefin út dagatöl með fáklæddum brunavörðum, ætli brunavörðum finnist þeir hafa litla virðingu eftir þær útgáfur ? ...

Sævar Einarsson, 11.12.2007 kl. 21:13

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hvernig skyldi nú standa á því að dagatalsmyndir af stelpum á bikini hafa allt aðra ímynd en myndir af brunavörðum sem eru berir að ofan? Er það ekki umhugunarefni? Mér fannst myndirnar af brunavörðunum flottar enda var vel að þeim staðið og virðing borin fyrir myndefninu. Nekt hefur í gegnum aldirnar verið notuð á listrænan hátt, ég minni bara á Venus frá Milo, að maður tali ekki um Calendar Girls, bíómyndina frægu þar sem fyrirsæturnar voru allar komnar á besta aldur. Nú voru dagatalsmyndirnar frá Ryanair ekki sýndar með fréttinni svo að ég get ekki dæmt um þær en eitthvað hlýtur að vera bogið við þær, annars væru þær ekki í fréttum. Ég giska á að flugfreyjurnar séu ekki sýndar sem stoltar og glæsilegar konur heldur sem staðalmyndir eins og sjást stundum á dekkjaverkstæðamyndum og eru gjarnan niðurlægjandi. Það væri áhugavert að fá að sjá þessar myndir.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 11.12.2007 kl. 21:42

6 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Umhugsunarefni átti það að vera, afsakið

Margrét Birna Auðunsdóttir, 11.12.2007 kl. 21:43

7 identicon

Drengir, hættum þessum Gilz stælum, erum vonandi betur gefnir en svo. Staðreyndin er að sá sem þarf bikiní módel til að koma á framfæri einhverju öðru en sundfatnaði og viðlíka hefur ekki mikið fram að færa.

Vonandi berum við líka meiri virðingu fyrir okkur sjálfum en þetta. Ef um vanvirðingu er að ræða beinist hún nefnilega ekki síður að okkur, því við erum jú markhópurinn. Það er varla verið að fara fínt í að segja okkur að við séum hálfvitar með svona markaðssetningu. Hefur einhver séð grínauglýsinguna um "Tits and ass beer"? Segir allt sem þarf... 

Þórarinn Þórarinsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 10:22

8 identicon

https://www.ryanaircalendar.com/?partner=CALENDAR&pos=BLW_CDAY

hér er linkur á auglýsingu frá þeim um þetta.

get ekki séð að þetta sé eitthvað verra en annað.

Auk þess sem ágóðinn rennur til góðgerðamála 

Sturla Hrafn Einarsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 12:44

9 Smámynd: Anna Lilja

Orð í tíma töluð Þórarinn.

Anna Lilja, 12.12.2007 kl. 14:32

10 Smámynd: Anna Lilja

En Sturla, þessar myndir eru nú frekar ögrandi. Ég á við, þær eru í tjah svona nett erótískum stellingum og persónulega finnst mér þær ekki vera eins og margar aðrar bikiníauglýsingar þar sem konurnar eru í meiri- neutral stellingum.

En burt séð frá því þá hefði ég aldrei gert veður yfir þessu enda hef ég engan áhuga á berum bikínímódelum og hvort þá heldur að skipta mér af þeirra málum. 

En ágóðinn rennur til góðgerðarstarfs, sem er ágætt en þó dálítið vanhugsað enda vekur slíkt deilur í dag því siðapostularnir vaða uppi alls staðar. 

Anna Lilja, 12.12.2007 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband