Stórsigur Framara: markamet í 1. deildinni í handbolta

Ja, svo mætti halda, skv. frétt Mbl.is (áður en þetta verður lagað):

"Fram lagði HK, 289:28, í æsispennandi leik í N1 deild karla í handknattleik en liðin áttust við í íþróttahúsi Fram í Safamýri. Fram og HK er(u) í 2.-3. sæti deildarinnar með 17 stig en Haukar, sem hafa leikið einum leik meira, eru efstir með 21 stig."



En glæsilegt að mínir menn í Fram skuli vera á uppleið aftur, eftir smá hikst.


En a.m.k. vil ég sjá Fram og Hauka berjast um dolluna þetta árið. Ég er vel grundvallaður Framari frá unga aldri, en gekk í Hauka um tíma (og var tilnefndur til íþróttamanns Hauka annað árið!Wink) og hef taugar til félagsins, ekki síst þar sem Halldór Ingólfsson, minn gamli félagi úr skákinni í den, er kominn heim frá Noregi og byrjaður að spila með þeim rauðu að nýju, og vinur minn Ágúst Sindri Karlsson, einn af skemmtilegustu mönnum Hafnarfjarðar og þótt víðar væri leitað, er þar formaður!

En jæja, koma svo bláu!


mbl.is Fram lagði HK, 29:28
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband