Íslenskir drykkjurútar?

OK, áfengisdrykkja hefur aukist töluvert hér á landi frá 1980, og mest allra ríkja í OECD.

 

En mig grunar að 1980 hafi Íslendingar drukkið minnst, enda var þá bjór bannaður og úrval léttvína lítið, svo drykkja fór aðallega fram á fylleríum og í bóhemisma...að því að ég best veit.

 

Drykkjusiðirnir hafa breyst. FLeiri drekka og oftar, en sennilega hlutfallslega minna í einu. Menn eru ekki á stöðugum brennivínsfylleríum.


Annars þekki ég engar tölur og tilheyri ekki þessum heimi sjálfur, en mig grunar að Íslendingar séu enn aftarlega á merinni í drykkju í löndum OECD, þó hlutfallið hafi aukist á 25 árum. Enda drekkum við aðeins 7,1 lítra á haus, miðað við 9,5 (ef ég man rétt) meðaltal OECD.

Og Írar drekka mest. Það kemur ekki á óvart!


mbl.is Áfengisdrykkja jókst mest á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband