Snúum þessu aðeins við

Kaupmenn ráða því sjálfir, hvort þeir selji ákveðna vöru í verslunum sínum. Svo einfalt er það.

Rétt eins og ég ræði því hvort ég kaupi ákveðinn varning, tímarit eða annað.

 

Ef mér líkar ekki efni í ákveðnu tímariti, hætti ég að kaupa / lesa það.


Ef kaupmaðurinn vill ekki selja blað / tímarit með ákveðnu efni, eða ákveðnum efnistökum, hættir hann að selja það.


Og hvað er þá útgefandinn að væla? Hann getur engum öðrum kennt um en sjálfum sér.

 

Er það "tilraun til ritskoðunar" ef t.d. Hagkaup vill ekki selja Playboy?

Nei.

Það er heldur ekki tilraun til ritskoðunar ef ég kýs að lesa ekki Ísafold. Ég las eitt af fyrstu blöðunum og ákvað þá, í ljósi rangfærslna og rangsnúinnar nálgunar að efninu að mínu mati, að lesa það ekki aftur. Við það hef ég staðið.


Ég styð semsagt Kaupás í þessu. Burtu með svona drasl! Málið dautt.


mbl.is Fordæma tilraun til ritskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Nei, nei, Snorri!  Þú ræður því ekkert hvað þú kaupir og lest.  Þú átt að kaupa/lesa það sem Blaðamannafélag Íslands vill að þú kaupir/lesir.  Fékkstu ekki skilaboðin um það? 

Alveg hjartanlega sammála þér, en vil þó segja að standa skuli við gerða samninga.  Kaupás hefði átt að segja bara samningnum upp og taka blöðin úr sölu eftir 3 mánuði.  En hvort samningur hafi verið brotinn kemur ritskoðun í raun ekkert við.

Kristján Magnús Arason, 7.12.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Þór Sigurðsson

Sammála Kristjáni.

Þeir hefðu átt að standa við gerða samninga. Þeir hefðu getað sett blöðin einhversstaðar þar sem þau væru ekki "fyrir", t.d. fyrir aftan klósettpappírinn, enda hæpið að það sé ákvæði í samningnum sem krefjist þess að blaðið sé staðsett við búðarkassana.

Annars, alveg óháð því hvort Ísafold sé ómerkilegur pappír eða ekki, þá held ég að það að gera allt þetta veður útaf bæjarstjóra Kópavogs sé að gera úlfalda úr mýflugu, því hann er sjálfur ekkert mikið merkilegri pappír...

Þór Sigurðsson, 7.12.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband