Þegar Framsóknarflokkurinn hótaði stjórnarbyltingu með kommúnistum

Ójá, júlí 1960. Deilur stóðu yfir í landhelgismálinu og þótti þjóðernissinnuðu flokkunum tveimur, Framsókn og þjóðernis-Sósíalistaflokki/kommúnistaflokki Íslands illa staðið að málum, svo illa, að Tíminn hótaði að Framsóknarflokkurinn myndi hefja hér stjórnarbyltingu með kommúnistum til að koma Viðreisnarstjórninni frá völdum, enda væri hún bara leppstjórn erlendra aðila.


Framsóknarmenn voru því farnir að "binga" löngu áður en "Bingi" fæddist.

En Mogginn ræddi þetta og sagði:

Þarna er sem sagt feimnislaust játað, að svo náið sé orðið samstarfið milli framsóknarmanna og kommúnista, að hinir fyrrnefndu telji tímabært að lýsa því yfir að þeir muni standa við hlið kommúnista, ef þeim finnst tækifæri til að kollvarpa löglegum stjórnvöldum með ofbeldi.

Og síðan eru menn enn þann dag í dag hissa á því, þegar Framsókn hleypst undan merkjum, þegar "hinir" bjóða fleiri og betri bitlinga -- eða af einhverjum öðrum persónulegum ástæðum. Því varla geta málefnin skipt miklu, þegar flokkurinn var amk þá grundvallaður á þeirri stefnu að verja Sambandið og kaupfélögin. Eða var það ekki svo?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband