Rússnesku þingkosningarnar

Jæja, þá er það orðið ljóst. Pútin knýr fram hagstæð kosningaúrslit og það án þess að fara eftir lögum og reglum lýðræðislegra kosninga.

 

En ég held þó, að Rússar vilji hafa sterkan leiðtoga. Þeir eru orðnir vanir slíku og sjá enga ástæðu til að skipta yfir í veiklulegan, lýðræðiskjörinn leiðtoga.


En hitt er svo annað mál, að einræðistilburðir Pútíns, Chavezar og annarra slíkra um þessar mundir vekur hjá mér ugg og ótta. Eftir allt sem á undan er gengið virðast menn enn telja, að einræði sé ásættanlegt stjórnarfyrirkomulag.


Ég fatta það ekki. Hvað ef einvaldurinn verður brjálaður, eins og t.d. Hitler, Stalín, og fleiri eru gott dæmi um? Hvað þá? Þá sitja menn uppi með klikkaðan einræðisherra að hætti Mugabes eða annarra rugludalla, eða jafnvel ofurmorðóða villiasna.


Það er ekki að ástæðulausu að á síðustu 100 árum hefur þeim þjóðum gengið best, þar sem stjórnkerfið er opnast og lýðræðislegast.


mbl.is Pútín segir kosningar styrkja þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, authoritarianismi er jafnan slæmur, þó vissulega megi gefa slíku séns um stundarsakir, ef aðstæður eru þannig, sbr. t.d.  ef borgarastyrjöld hefur átt sér stað og svoleiðis. Og líka þegar lýðræðishugsun er takmörkuð, t.d. gæti það átt við Rússland, en ég efast þó um, að það gangi til lengdar. En hitt er svo annað mál, að meðan einræðistilburðir Pútíns halda Kasparov frá völdum, þá er þetta ekki svo mjög slæmt! :)


En hitt er svo annað mál, að authoriatarian kapítalismi eins og í Singapore er mun betri kostur en authoritarian sósíalismi eins og á Kúbu, í Venezúela og víðar.

Snorri Bergz, 3.12.2007 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband