Hvalveiðar Japana og...

Hvalir éta meiri og fleiri sjávardýr en við mennirnir. Þeir hakka þó ekki aðeins í sig þorsk, síld og aðrar þær tegundir, sem maðurinn veiðir sjálfur, heldur éta þeir í miklum mæli fæðu þorsks og annarra nytjastofna. 


Það er svolítið kaldhæðnislegt, að á meðan kvótinn minnkar hér á Íslandi, er hvalveiðum hætt. Ef við gefum okkur að t.d. þorskstofninn við Ísland sé X stærð, "þorskkakan" við Ísland, þá tökum við sífellt minna og minna af kökunni, sneiðarnar eru bæði smærri og færri.


En á sama tíma fjölgar hvölum gríðarlega, bæði vegna veiðibanns á hvalina sjálfa og vísast vegna minnkandi veiði mannsins, sem skilur þá meiri fæðu eftir fyrir hvali og einnig seli, sem eru engu skárri en hvalirnir.


Í mínum huga meikar það einfaldlega ekki sens, að reyna að byggja upp þorskstofninn og aðra nytjastofna við Ísland, meðan hvalnum er ekki haldið í skefjum. Svo einfalt er það. ENda held ég að við eigum eftir að klúðra þessu rækilega. Með minnkandi kvóta erum við ekki að byggja upp stofninn, heldur að gera hvölunum lífið bærilegra.


Og til hvers?


mbl.is Segja óþarft að veiða hvali til að rannsaka þá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í skógum erlendis eru veiðimenn ráðnir til að tryggja jafnvægi milli stofn villidýra í skóginum og skógarins sjálfar. Þ.e.a.s Ef stofninn verður of stór skaða hann skóginn of mikið sem veldur hruni í stofninum ef hann verðu of lítill til að framfæra villidýrastofninum.

Í lífríki hafsins ætti ekki að vera neitt annað lögmál.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Jón Lárusson

Þetta er þannig að fjöldinn hræðist háværa minnihlutáhópa. Í ótta sínum og vilja til að vera ekki til vandræða, þá afsalar meirihlutinn öllum rétti sínum til lífs og skoðanna í nafni pólitískrar rétthugsunar. Hugtaks sem enginn veit í raun hvað þýðir.

Hinn skilyrðislausi vilji okkar til að þóknast öðrum mun að lokum ganga af okkur dauðum. Við erum að fórna lífi okkar og lífsháttum á altari óttans.

Skynsemi er ekki til hjá öfgamönnum, hvort sem þeir koma fram í nafni trúar eða dýra "verndar".

Jón Lárusson, 20.11.2007 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband