Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Höfði greinist með sykursýki
Mér líst vel á þetta framtak. Allskonar hópar eða hagsmunasamtök "eiga" ákveðinn dag ársins og af hverju ekki sykursjúkir?
Það er ekki eins og að þetta sé fágætur sjúkdómur, heldur plága, sem hefur riðið yfir heiminn á síðustu áratugum, sérstaklega, en hefur auðvitað lengi verið til og á það jafnvel til að vera ættgengur.
Með aukinni offitu, sérstaklega í Vestur-Evropu og í Bandaríkjunum, mun sykursýki breiðast hratt út á næstu misserum, það er ég alveg viss um. Það er um að gera fyrir þá, sem gruna að þeir hafi fengið þetta, að fara strax til læknis. Það sparar óþarfa leiðindi og er þess aðeins valdandi, að erfiðara verður að meðhöndla sykursýkina, þegar hún að lokum uppgötvast.
Gott "próf" er að kaupa sér bland í poka fyrir 200 kall, hlaup og svoleiðis drasl, og hakka þetta í sig. Ef menn fá svima eða líður skringilega er ljóst, að næsta skref er að leita læknis og fara fram á sykursýkisrannsókn.
Sykursýki á ekki að vera neitt feimnismál. Framsóknarstrákurinn frá Sigló kom fram hér í haust og sagði frá þessu opinberlega. Fleiri mætti koma fram og lýsa reynslu sinni af sykursýki, til dæmis hér á blogginu.
Ég get nú bara sagt það fyrir sjálfan mig, að þegar ég lét loksins verða af því að fara í skoðun hefur líf mitt breyst. Ég hef miklu meiri orku og úthald; ég er ekki þreyttur allan daginn eins og áður. Nokkrar pillur á dag koma heilsunni í lag!
Insúlin, já takk.
Höfði blár í þágu sykursjúkra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.