Spiderman

Þetta er auðvitað ótrúlegt afrek hjá barninu og hugsanlega hefur hann talið sér allt fært þegar hann var klæddur í búning Köngulóarmannsins.


En staðreyndin er, að búningur er að öllu jöfnu ekki nóg. Ég verð ekki endilega lögreglumaður, þó ég fari í löggubúning (nema ég sé útskrifaður úr lögguskólanum) og menn verða ekki endilega góðir fótboltamenn, þó þeir klæðist Spurs búningnum (og ef þeir voru góðir fyrir, hafa þeir þá tilhneigingu að versna við að ganga í raðir Spurs!).


Og menn verða ekki endilega góðir stjórnmálamenn, þó þeir eigi sæti á Alþingi.


Þetta snýst nefnilega um það sem er INNI í manneskjunni, ekki því sem er hið ytra. Fyrir mér breytir engu hvort fólk hefur t*** eða p***, ef það er hæft í sínu hlutverki, starfi, etc.


Það er hinn innri maður sem skiptir máli; hæfileikar, geta, menntun, skapgerð og þess háttar sem skiptir máli, en hvorki útlit, fatnaður né látalæti.


En í tilfelli 5 ára Köngulóarmannsins í Brasilíu skaðaði það ekki að fara í réttan búning, en þegar á hólminn var komið var það skapgerð (karakter) drengsins og það, sem innra bjó í honum, sem gerði það að verkum, að hann réðst á garðinn þar sem hann var hæstur og vann hetjudáð.


Litla hetjan á hrós skilið fyrir þetta, ekki spurning.
mbl.is Kóngulóardrengur bjargaði ungbarni úr brennandi húsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband