Þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Eru Hamas-liðar að missa völdin á Gasa?
Nei, varla, meðan þeir eru einráðir um vopnaburð (ásamt bandamönnunum í Islamic Jihad). En stuðningur við þetta óaldarlið fer minnkandi og kemur ekki á óvart.
Í gær var ég að lesa, að Hamas liðar væri tilbúnir (að því að talið er í samvinnu við Hizballah) að hrifsa völdin á Vesturbakkanum ef Ísraelsher færi þaðan, t.d. í tengslum við "friðarsamninga". Hamas ræður nú yfir vel þjálfuðum her á Gasa, þjálfuðum í Íran, Sýrlandi og víðar (amk foringjarnir), já og hjá Hizballah.Ekki líst mér á þann gjörning. Hamas liðar á Gasa segjast tilbúnir, en eru þeir það í raun, þegar framferði þeirra er farið að vekja almenna andúð, jafnvel meðal fólksins á Gasa, sem mætti til að heiðra látinn foringja sinn, sem hefði tekið að erfðum amk stærsta hluta Gasa, hefði stríðið ekki brotist út 1948.
En merkilegt að hér á Íslandi njóti Hamas stuðnings, m.a. á alþingi. Og síðan var Sveinn Rúnar að fara til Gasa um daginn til að heiðra Hamas gengið með nærveru sinni....úff, eins gott að honum var ekki hleypt inn. Hann hefði getað lent beint í átökunum og maður veit aldrei hvað getur gerst í svona kringumstæðum.
En svona ganga kaupin á eyrinni.
Stuðningur við Hamas fer dvínandi á Gasasvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.