Eddan og einhvers konar pælingar

Og Edda fékk ekki Edduna!?


En mín persónulega skoðun á Eddunni er, að þetta sé nú meira pípið. 


Ég fór allt í einu að huxa um í kvöld, hver væri eiginlega tilgangur lífsins. Hvernig verða menn hamingjusamir og hvað er það sem veldur? Mín niðurstaða er, eftir skamma umhugsun, að Eddan komi því máli ekkert við.


Ergo: þetta er bara enn einn bautasteinninn í tilgangsleysi þeirrar tilveru, sem búin er til í Hollywood og eftirlíkingargerviveröldum víða um heim.


Ef menn hugsa um málið í samhengi tíma og eilífðar, hvaða máli skiptir það að hafa hlotið Edduna? Í því samhengi er þessi atburður, Edduhátíðin, ekkert mikilvægari en það að fara á klósettið.


Varla taka menn gripinn með sér þegar þeir deyja? Æ, mér er meinilla við hátíðir og verðlaunaafhendingar, sérstaklega þegar er verið að búa til platform til að hlaða lofi á fólk, sem er nú lítið meira en la la og hefur afskaplega lítið fram að færa í víðara samhengi.


Æ, ég er farinn heim að sofa. Svona pælingar fækka bara hárunum á hausnum og ég má ekki við frekari hárföllum.


mbl.is Kvikmyndin Foreldrar fékk flest Edduverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband