Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Þolir einhver Tom Cruise?
Tom Crús var unglingastjarna, sem varð stjarna með myndum eins og Endless Love, Risky Business og síðast en ekki síst Top Gun og Color of Money.
Hann varð síðan ofurstjarna með Rain Man og Born on the 4th of July, bara svo maður nefni myndir sem maður man eftir. Og síðan fylgdu auðvitað margar fínar myndir á eftir.
Hann hefur nokkuð lengi verið talinn með áhrifamestu mönnum í Hollywood. En sumir hafa sett fyrir sig það, að hann sé meðal foringja Vísindakirkjunnar, sem þykir í hæsta máta vafasöm og er, að mínum dómi, lítið meira en peningaplokk.
Og á síðustu árum, eftir að hann byrjaði með Katie Holmes, hefur hann einhvern veginn fengið mjög marga upp á móti sér, bæði meðal almennings og leikara.
Það kemur mér ekki á óvart. Að mínum dómi er maðurinn ekki með öllum mjalla og er óþolandi hrokagikkur, sem ætti helst af öllu að loka inni einhvers staðar.
Ég skil Redford og Streep, tvo af virtustu leikurum heims, að fá nóg af þessum fíflalátum í Crús og vilja sem minnst við hann tala og lítið saman að sælda.
Ég vitna nú bara í skáldið sem sagði: "Út með jólaköttinn. Hann á ekki lögheimili hér."
Redford og Streep þola ekki Tom Cruise | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann tók flotta törn eftir "Interview with a Vampire", lék Lestat frábærlega þar, komu nokkrar góðar með honum á eftir.
Verð nú að segja, hann er bara ágætisleikar, en held hann sé orðinn óþolandi persóna eftir að hann varð svona stór í vísindakirkjunni... Þetta er margt stórbilað lið. Og hann er gjörsamlega að missa vitið :D þarf nú bara að sjá atriðið úr Opru :D
ViceRoy, 11.11.2007 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.