Verður ævisaga Guðna spennandi?

Auðvitað er þetta nefnt úr ævisögu Guðna, því ævisöguritarinn er Sigmundur Ernir, sem hafði nú svosem hagsmuna að gæta í fjölmiðlamálinu.

En af hverju er ekki frekar laumað efni sem fólk hefur meiri áhuga á, s.s. samskipti Guðna við beljur og kossaflangs við eina þeirra, og þess háttar.

En mikið vona ég að í ævisögunni finnst ein merkileg saga, sem sögðu hefur verið af GUðna.

 

Málavextir voru þeir, að 17. júní fyrir nokkrum árum varð Suðurlandsskjálftinn mikli. Meðal annars hrundu veggir á Brúnastöðum, ættaróðali Guðna og systkina hans. Sagan segir, að það hafi ekki orðið vegna skjálftans, heldur hafi Guðni verið heima í heimsókn, og hallað sér að vegg, sem hrundi með det samme.

Og þegar Guðni reis upp, dustaði fötin og horfði í kringum sig, hafi hann spurt konuna sína: "Hvað gerðist, af hverju hrundi veggurinn"?

Þá á hún að hafa svarað: "Sá vægir sem vitið hefur meira."


mbl.is Guðni, Davíð og Baugur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Góð saga!

Sigurjón, 11.11.2007 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband