Styð kröfur stúdenta

Ég hef frá upphafi verið meðal þaulsetnustu manna á Þjóðarbókhlöðu, og það þrátt fyrir að vera búinn með námið. Ég hef bara margt að gera þarna.


Fólkið þarna er fyrsta flokks, frábært afgreiðslufólk og allt í fínu lagi, að mínu mati, nema hvað opnunartíminn er of stuttur. Alltof stuttur! Og þá er ég ekki aðeins að tala um almennt rými, heldur ekki síður Þjóðdeild.


En þetta er ekki safninu að "kenna", heldur eru fjárframlög naumt skömmtuð. Mér finnst að Ríkið ætti nú að standa almennilega að þessu og tryggja, að það sé hægt að halda safninu opnu frá 8.15-11 á virkum dögum, og 9-17 (eða 19) um helgar, og þá bæði almennt rými og Þjóðdeild.


En ég tek ofan hattinn minn fyrir starfsfólki Þjóðarbókhlöðu, jafnvel honum Eddni. :)


En ég vorkenni líka stúdentunum að þurfa að hanga þarna. Miklu betra bara að leigja sér litla skrifstofu úti í bæ, nokkrir saman. Þarf ekki að kosta mikið. 

 


mbl.is Krefjast þess að Þjóðarbókhlaðan verði opin lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband