Föstudagur, 9. nóvember 2007
Boðorð mafíunnar
Sú mafía, sem ég er einna tengdastur, kallast Hellismafían og ku víst stjórna skáklífi á Íslandi, beint eða óbeint. Mafía þessi er mjög oft nefnd á umræðuhorni skákmanna, aðallega af mönnum sem er uppsigað við Helli. Einnig nota Hellismenn þetta sjálfir, í gríni.
En nú var ég að finna hin 10 boðorð Hellismafíunnar og birti hérmeð:
Reglurnar 10 eru eftirfarandi:
- Enginn getur gengið í Hellismafíuna, nema með leyfi Don Gunzós.
- Aldrei horfa á eiginkonur annarra mafíósa.
- Aldrei láta sjá sig í návist TR-inga, nema á skákmótum.
- Fara sem oftast á krár og klúbba.
- Alltaf vera til þjónustu reiðubúinn því Hellir Nostra er skylda - jafnvel þótt eiginkonan sé í þann mund að fæða barn.
- Mæta verður á alla fundi sem boðað er til.
- Sýna verður Don Gunzó og Don Húnó virðingu.
- Þegar óskað er eftir teoríum verður svarið að vera sannleikanum samkvæmt.
- Ekki má ráðstafa peningum sem tilheyra öðrum eða öðrum taflfélögum.
- Fólk sem ekki getur tilheyrt Hellismafíunni: Hver sá sem á nákominn ættingja í TR, hver sá sem á náinn ættingja í briddsi, hver sá sem hegðar sér illa og virðir ekki siðareglur og gildi.
![]() |
Lögreglan finnur 10 boðorð mafíunnar á Sikiley |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.