Er Musharraf að missa vitið?

Maður gæti haldið að Musharraf sé gjörsamlega að missa vitið. Hvernig í ósköpunum heldur hann, að hann komist upp með þetta.


En segjum að hann komist upp með þetta innanlands. En umheimurinn mun ekki sitja hjá og fylgjast með þessu þegjandi og hljóðalaust. Pakistan var nógu slæmt fyrir, en þetta fer að verða tú muds.

Ég átta mig síðan ekki á því, hvers vegna þörf var á þessum neyðarlögum. Fólst neyðin í, að Musharraf gæti misst völdin, eða aðeins þurft að segja af sér öðru embættinu, þ.e. hætta að vera forseti eða yfirmaður hersins.


Musharraf hefur leikið tveimur skjöldum. Hann hefur fengið stuðning Vesturlanda með því að þykjast berjast gegn hryðjuverkum. En í skjóli hans hafa öfgaöflin fengið að dafna. Ég held að hann sé bara að þykjast, en láti til leiðast að grípa til málamyndaaðgerða stöku sinnum, rétt til að sýna heimsbyggðinni.

En hvað er framundan í Pakistan?

Uppreisn?
Bylting?
Ógnarstjórn?
Lýðræði?

Atriði 1-3 eru líkleg, nr. 4 er ólíklegt.


mbl.is Pakistanskir stjórnmálamenn ákærðir fyrir landráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband