Trabantssaga

Það var hér í den, að frændi minn átti Trabant, a.m.k. einn ef ekki tvo eða fleiri. Það var áður en hann keypti sér Skoda.


Hann er semsagt ættaður úr Skaftafellssýslu eins og sumir aðrir og fór oft á tíðum heima á fornar slóðir að heimsækja foreldra sína og ættaróðalið. En þær voru nokkuð erfiðar sumar brekkurnar, t.d. þær í Mýrdalnum og í næsta nágrenni.


Ég man þetta nú ekki nákvæmlega, en það veit ég, að í sumum brekkunum var það lenska, að Trabantinn dreif ekki upp brekkuna og þurfti hann að senda konuna og krakkann/krakkana út  og urðu þau að ganga upp, eða jafnvel ýta eðalvagninum upp brekkuna.


Ég man ekki hvort eðalSkodinn var eitthvað betri, en sennilega  þó. En a.m.k; þessi Trabantssaga gekk víða hér í den og hlógu menn mikið. Sumir vildu meina, að þessi frægasti kommúnistabíll sögunnar væri einmitt táknmynd fyrir kommúnismann. Hann hreinlega kæmist ekki upp brekkur og þyrfti menn að ýta honum upp með handafli...eða hreinlega ganga.


Þessi saga hefði verið í boði Ingvars Helgasonar, ef fyrirtæki það væri ekki fyrir löngu hætt að selja kommúnistabílana.


mbl.is Trabant á stórafmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Eðal-Skodinn var ekkert betri, samanber þuluna: Skódi ljóti spýtir grjóti, drífur ekki upp í móti.

Laufey B Waage, 7.11.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband