Matarverðið

Það ku vera að bera í bakkafulla læki víðsvegar að nöldra um matarverðið á Íslandi. Maður skilur stundum ekki hvernig hægt er að bjóða neytendum ýmsa vöru á því ofboðslega okurverði, sem vissulega er gildandi hér á landi. Að vísu eru launin að jafnaði hærri hér en víða annars staðar, rafmagn og hiti ódýrari en víða annars staðar, osfrv.

En það breytir því ekki, að matarverðið er of hátt, og það þrátt fyrir að skattpeningar borgaranna eru notaðir til að niðurgreiða matvæli, a.m.k. sum matvæli. Ég skal viðurkenna, að ég er ekki sáttur við þá milljarða, sem greiddir eru í ríkisstyrki til bænda. En e.t.v. er þörf á styrkjum, því markaðurinn er smár, en þetta virðist þó vera í hærri kantinum.

Eftir nákvæmlega 2 vikur verð ég staddur í Serbíu, þriðja árið í röð á þessum sama árstíma. Þar er maturinn mjög ódýr og launin lág. Hótelgistingin er mjög ódýr, þrátt fyrir "full board" og rúmgott einstaklingsherbergi. Hvernig ætli hótelið meiki að bjóða upp á vínarsnitzel í kvöldmat, og meðlæti, og síðan kannski kjöt eða fisk í hádeginu og týpískan morgunmat, auk herbergis, fyrir 16 evrur á nótt?

Í fyrra fórum við Robbi stundum út að borða á fínasta veitingastaðinn í borginni. Glæsilegur staður, góður matur og mjög ódýr. Við gátum fengið frábæran mat (með öllu) fyrir svipað verð og samloku og kók hérna heima. Og það með þjónustu og alles.

En jæja, manni ofbýður matarverðið á Íslandi en getur lítið gert, vitaskuld. Spurning hvort maður fari ekki bara að lifa á prótínshake-um í desember til að spara (bæði pláss og pening) fyrir jólavertíðina?
mbl.is Maturinn dýrari á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband