En hvað gerir Framsókn í tapaðri stöðu?

Við skákmenn vitum að í  tapaðri stöðu grípa menn til ýmissra örþrifaráða. Þá hafa menn engu að tapa.


Framsóknarflokkurinn virðist vera í slíkri stöðu núna. Hann hefur engu að tapa, hann getur varla farið neðar, enda er kjörfylgið ekki svo mikið hærra en fjöldi flokksmanna.


Ég hef ekki nennt að kynna mér málavöxti í þessu stóra REI máli, sem vísast verður hlegið hressilega að í næsta áramótaskaupi. En í mínum huga ættu framsóknarmenn ekki vera að hafa það of mikið í flimtingum. Í mínum huga ættu Björn Ingi og co að ræða sem minnst um aðdraganda þess, að fyrrv. borgarmeiri hluti sprakk.


Og Valgerður ætti að hafa lægra þegar kemur að orkumálum. Mjög margir, t.d. meðal samverkamanna Binga í borgarstjórn, eru ekki mjög sáttir við forsögu hennar.


En gaman að sjá hversu framsóknarmenn eru baráttuglaðir núna þegar þeir eru komnir með bakið upp að veggnum...með ekkert að tapa, nema e.t.v. síðasta sneflinum af trúverðugleika.

En hvaða ástæða lá að baki tapaðri stöðu Framsóknarflokksins? Léleg stefna? Æ, ég er ekki svo viss um það. Lélegir frambjóðendur eða léleg forysta? Kæmi ekki á óvart.


En hins vegar þekki ég marga góða framsóknarmenn, sem því miður hafa verið teknir niður í fallinu.
mbl.is Valgerður: Sextettinn verður að leita að nýrri ástæðu fyrir tapaðri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ótrúlegt innlegg, viðurkennir að þú hafir ekki nennt að setja þig inn í málið en ert svo að tala eins og þú hafir eitthvað vit á því. 

Er ekki betra að vita um hvað maður talar áður en það er höggvið til hægri og vinstri, eða helgar tilgangurinn meðalið?

G. Valdimar Valdemarsson, 6.11.2007 kl. 14:57

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú hægt að hafa skoðun á málinu þó maður hafi ekki kynnt sér það út í hörgul. Ég hef nú haft dálitla samúð með framsóknarmönnum oft á tíðum, en ekki lengur. En þeir halda auðvitað í heiðri ágætis mottói hjá skákmönnum: "Maður vinnur ekki skák ef maður gefur hana".

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.11.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Snorri Bergz

Yndislegt. GVV, ég býst við af þessu, að þú sért framsóknarmaður! Takk fyrir, þú sannaðir einmitt það sem ég sagði.

Ég viðurkenndi að ég hefði ekki sett mig nóg inn í málið. 'Eg sagði það amk. Betra en að þykjast vera alvitur, eins og þú t.d., og fara síðan að láta eins og froðusnakkur.

Ég var ekki þykjast tala um málið eins og ég hefði vit á því. Ég var að tala um fylgistap Exbé og hvernig Exbé núna reynir að lappa upp á flokk, sem rúinn er trausti, með máli eins og Rei. Og að sumir, sem þar tala hæst, hefðu kannski ekki efni á að slá sig til riddara og reyna að koma höggi á aðra, meðan sömu aðilar eru ekki í sterkri stöðu sjálfir.

Þetta er eins og að liggjandi maður sparki í annan liggjandi mann, til að láta sér líða aðeins betur.

En eins og ég segi, ég þekki ekki alveg út í þaula hver sagði hvað og hvenær. En maður er orðinn vanur því, að þegar svona lagað kemur upp, að þá sé það vanalega framsóknarklíka sem finnst á botninum.

Snorri Bergz, 6.11.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband