Þjóðaröryggi í hættu?

Ég er nú svoldið forvitinn. Hvað stendur fyrir dyrum svo alvarlegt, að það þurfi að grípa til svona aðgerða? Er þetta kannski bara æfing, eða hvað er eiginlega í gangi? Er kannski von á Tottenham til landsins í æfingaferð?


En hitt er svo annað mál, að ég er ekkert sérlega hrifinn af þessu Schengen dæmi.  Þá þurfa glæponar og allskyns hyski bara að komast til einhvers ríkis Schengen og eiga þaðan greiða leið til Íslands. En sem betur fer stendur Bretland utan Schengen, ef ég man rétt, og því er auðvelt að halda t.d. Tottenham leikmönnum frá landinu, kæri menn sig um LoL


Svo ekki sé talað um ofbeldisprédikandi múlla og múfta.


mbl.is Eftirlitið hert vegna ógnar við þjóðaröryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Góðan daginn Snorri minn. Sem Spursari til 47 ára, langar mig að spyrja þig hvort og hvenær Þeir hafa ógnað þér. Þarftu kannski áfallahjálp? En spúkí hjá Birni. Það verður ekki annað sagt.

Bergur Thorberg, 2.11.2007 kl. 07:52

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir. Þetta með Spurs er nú bara grín, eins og gefur að skilja. Maður þarf að finna einhvern "óvin" og mér dettur ekki í hug neinn annar!


En hitt er svo annað mál, að meðan ég bjó í Englandi, var þar í námi, lenti ég í Spurs-mönnum, sem voru ósáttir við tvöfaldan sigur Arsenal í bikarnum  1992-93 og þegar ég fagnaði marki í úrslitaleiknum grýttu þeir í mann öllu lauslegu, héldu Spurs merkinu á lofti á meðan og hrópuðu svívirðingar til okkar Arsenal manna, sem voru þar staddir að horfa á leikinn. Annars hafa Spurs menn ekkert ógnað mér svosem. En mér fannst þetta nóg svosem.

Snorri Bergz, 2.11.2007 kl. 07:57

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Internationarsenalinn er nú fullur af vopnum og hefur óspart verið notaður til að klekkja á andstæðingnum.(Manstu eftir umræðunni um matareitrunina í fyrra?) Það kom sér nú vel fyrir ykkar menn!!!

Bergur Thorberg, 2.11.2007 kl. 08:39

4 Smámynd: Snorri Bergz

Já, solid matareitrun. Mig grunar að Spurs liðið hafi borðað tómatana sem var hent í mig 1993.

En annars er þetta Spurs-Arsenal rivalry bara í nösunum á okkur hér á Fróni, en ég veit aðsvo er ekki í London. Kunningi minn sagði mér, að yfirmaður hans, sem er Spursari, hafi ætlað að rekann út vinnunni fyrir að vera Arsenal maður, en ekki komist upp með það. Og síðan sá ég flott skilti í búð í Norður-London: "We don't serve Sp*rs fans"! Goes both ways, sko.

Annars kann andstaða Spursaranna við mig þarna 1993 að hafa helgast af því, að ýmsir aðilar í skólanum héldu að ég væri bróðir Guðna Bergs og var því boðið í alls konar fótboltapartí hjá Leicester liðinu (var þar í námi) ásamt Steven Lineker, sem var með mér í tíma. Ég var því að svíkja bigtime!

Snorri Bergz, 2.11.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband