Tottenham og Sevilla

Gott hjá Sevillamönnum:


"Ensku félögin, sem virðast alltaf vera að reyna að krækja í okkar menn, ættu að vita það nú að þegar við viljum halda leikmönnum, þá höldum við þeim. Ég fullvissa ykkur um að við hjá Sevilla setjum alla okkar orku og metnað í að Tottenham fái að gjalda fyrir framkomu sína í okkar garð og þær ólöglegu aðferðir sem félagið beitti. Hér á Spáni eiga menn ekki að venjast því að svik og prettir líðist í samskiptum félaga. Svona nokkuð gerist hvergi annars staðar og ég læt Tottenham og stuðningsmenn félagsins um að horfa í spegil og meta eigin hegðun," sagði del Nido, en það sýður enn á honum eftir að hafa misst Ramos til London."


En svona lagað viðgenst heldur ekki víða á Englandi, eiginlega bara hjá 2. flokks sóðaliðum eins og Tottenham! Smile 


En á hinn bóginn skil ég ekki hvað það er svona rangt hjá Spurs að vilja fá Ramos. Ég meina, það er atvinnufrelsi, eða á amk að vera, því hér er ekki um leikmann að ræða. En auðvitað er það sárt að missa góðan stjóra og það til ekki betra liðs en hér um ræðir!


mbl.is Sevilla sleppir engum til Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband