"Framsóknarsiðferðið í algleymingi. Daglega ný met í blekkingum"

Slíkur er titill greinar í Mbl frá 1954 og við lestur greinarinnar, sem er á baksíðu blaðsins 31. ágúst 1954, kemst maður ekki undan því að taka undir...ekki síst í ljósi nyliðinna atburða. En ég ætla að láta mér nægja að birta hér innganginn að fréttinni. Þar segir:


Aðalmálgagn Framsóknarflokksins "Tíminn" hefir löngum verið frægt að endemum og skrif þess hafa jafnan verið með þeim brag, að illmögulegt hefir verið oft á tíðum að hafa samvinnu við Framsóknarflokkinn um vandasöm mál, því að "Tíminn" hefir haft sérstaka unun af því að reka ríting í bak samstarfsmannanna. Hefir blaðið af þessu hlotið almenna andúð heiðarlegra manna og er það vel.

Tíminn var sem sagt byrjaður að "binga" snemma og það áður en Björn Ingi fæddist. Þetta er þá kannski ekki honum að kenna, heldur partur af arfleifð hans?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

hehe, var sagnfræðingurinn að grúska?

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.10.2007 kl. 02:58

2 Smámynd: Sigurjón

Sammála síðuztu ræðumönnum!

Sigurjón, 27.10.2007 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband