Þriðjudagur, 23. október 2007
Mannlíf í okt 1959: nokkur fróðleiksbrot úr Lesb. Mbl.
Úr Lesb. Mbl.
FRAMKVÆMDIR
- Tekið í notkun ultrastuttbylgjuskeytakerfi fyrir flug um Ísland.
- Ný lýsing sett á Keflavíkurflugvöll fyrir aðflug. Slíkt kerfi var þá hvergi annars staðar í Evrópu.
- Guðni Þórðarson blaðamaður stofnar ferðaskrifstofuna Sunnu
- Nýtt skip vígt, til að annast ferðir milli lands og Eyja. Nefndist Herjólfur.
- Ný sjúkraflugvél keypt til Akureyrar
- Nýtt varðskip tekið í notkun. Nýsmíðað frá Álaborg. Kallast Óðinn.
- Lendingarljóst sett á flugvöllinn í Vestmannaeyjum.
- Farið að selja mjólk í pappaumbúðum í Reykjavík
- Jarðskorpan á Íslandi mæld. Þykkari en menn áttu von á.
- NIðurskurður fjár á mæðiveikisvæðinu í Reykhólasveit
- Reynivallakirkjan stækkuð og endurvígð.
- Nýtt togskip, Skagfirðingur, kemur til Sauðárkróks.
- Miklabraut í Reykjavík upplýst með kvikasilfursljósum
- Ákveðið að leggja nýja vatnsæð þvert yfir borðina, frá Þorfinnsgötu að Suðurgötu. 1.680 km að lengd.
LISTIR
- Hafmeyjan, eftir Nínu Sæmundsdóttir, afdjúpuð í Reykjavíkurtjörn
- Þjóðleikhúsið tekur til starfa
- Tékkneskir tónlistarmenn halda hér tónleika
- Guðmundur Jónsson óperusöngvari fer til Vínarborgar
- o.fl.
ÍÞRÓTTIR
- Ríkarður Jónsson knattspyrnumaður fer til æfinga hjá Arsenal í 2 mánuði
- Benedikt Waage endurkjörinn forseti ÍSÍ
- Ákveðið að senda skíðamenn á Ól í Squaw Valley
- KR verður Íslandsmeistari
- Ólafur Á. Ólafsson er golfmeistari Reykjavíkur í 2. sinn
osfrv, osfrv. Margir skemmtilegir fréttaflokkar.
Gaman að skoða gömul blöð og sjá hvernig þetta var í den.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.