Einkavæða báknið

Það er löngu orðið tímabært að a.m.k. ræða aðskilnað ríkis og kirkju. Það er ófært í nútímanum að ríkið sé að púkka upp á ein trúarbrögð umfram önnur. Fólk má hafa þau trúarbrögð sem það vill - eða kasta þeim alveg. Hér á að ríkja trúfrelsi, þó svo sé ekki í raun. Ríkiskirkjan nýtur forréttinda sem eru í senn ósanngjörn og gegn anda samtímans / samfélagsins.


Það í raun og veru græðir enginn á núverandi kerfi, nema auðvitað prestarnir, sem hafa það náðugt á ríkisjötunni (ok, amk hlutfallslega) og njóta ríkisstyrktrar guðfræðideildar, sem kennir aðeins guðfræði einnar kirkjudeildar, sem orðin er innantóm og fastreyrð stofnun.


Ég meina, af hverju ekki að gera bara Húsnæðisstofnun ríkisins að "þjóðkirkju"; þangað fara amk fleiri en í lútersku ríkisstofnunina.


Því miður virðist ríkiskirkjan vera lítið meira en hver önnur ríkisstofnun, en að vísu með örlitlu trúarlegu ívafi.



mbl.is Rætt um að færa þjóðkirkjuna til forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Já einmitt!  Einkavæðum þjóðkirkjuna og sameinum hana svo Kaþólsku kirkjunni og þá er þeim allir vegir færir í útrásinni.

Helgi Viðar Hilmarsson, 20.10.2007 kl. 18:07

2 Smámynd: Snorri Bergz

Snilld! Útrás! Góður Helgi.

Snorri Bergz, 20.10.2007 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband