Þriðjudagur í Kemer

Jú, er ekki örugglega þriðjudagur? Maður er hættur að telja dagana, því þeir eru allir eins hér í Kemer.

Jæja, ég setti í gær skákina gegn Ernst inn á skákhornið, með skýringum: http://skak.hornid.com


Bara til að koma því inn áður en ég gleymdi því.


En jæja, síðasta umferð Meistaradeildar Evrópu mun eiga sér stað í dag, kl. 12 að íslenskum tíma.Við töpuðum fyrir Svíunum í gær fyrir einskæran aulaskap. ALgjör óþarfi, þó þeir væru reyndar stighærri á öllum borðum, þá höfðu þeir ekkert sérstakt fram að færa.

En Hellismenn stóðu sig loksins vel og tóku Finnana, sem fyrirfram voru taldir sterkari.

Við fáum ENglendinga í dag, Hilsmark Kingfisher. Þar teflir m.a. gömul vinkona mín, og síðan Lawrence Cooper sem er captain, en hann er grjótharður Arsenal maður og ræðum við jafnan mikið um fótbolta á þessum Evrópumótum. Við eigum að geta unnið þetta lið auðveldlega.

Hellismenn fá frekar slakt lið í dag og eiga að vinna auðveldlega.


Hér er enn steikjandi hiti. Menn fóru snemma að sofa í gær og verður farið á ströndina, en að mér undanskildum eru hinir að fara þangað í fyrsta skipti. Robbi gekk þar reyndar um, en nú á að synda út að bauju.


Jæja, við höldum svo heim á morgun. Hellismenn fara beint heim, en við stoppum eina nótt í Frankfurt, Egilsstöðum Mið-Evrópu. Og síðan tekur við Íslandsmót skákfélaga og í fyrstu umferð fáum við TRingar sterka sveit Fjölnis.

Áfram TR.
Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband