Væóleisjón

Jæja, ég kom inn á í dag á EM taflfélaga fyrir Jón Viktor, sem var eikkað sloj. Og ég fékk í fyrsta lagi Svia, og í öðru lagi stórmeistara og í þriðja lagi teoríuflóðhest sem kann byrjanir sínar út og inn. Svo ég veðjaði á eina byrjun af fimm sem hann teflir, kíkti aðeins á hana og ákvað að ráðast bara á hann. Og eg hitti á rétta byrjun. Rauzer afbriðið í Sikileyjarvörn.

Fyrst fórnaði ég peði, en vissi að hann mátti ekki taka peðsfórnina, en mundi bara ekki af hverju. Svo ég fórnaði bara manni. Staðan var unnin eftir þennan hörkuleik, sem ku vera NÝJUNG. Hann var semsagt dauður eftir 10 mín, en það þurfti að klára. Ég réðst á hann, fórnaði öðrum manni, hann mátti ekki taka, fórnaði þá enn öðrum og síðan öðrum og síðan hrók, sumt tók hann en annað ekki. Verst var að missa af sjö leikja fórnarþema, sem hefði endað með þvinguðu máti. En þetta var solid slátrun þrátt fyrir það.

Hannes tapaði á 1. borði eftir hrikalega afleik, en Nataf samdi á 2. borði.


Bragi vann loksins á 1. borði fyrir Helli.

over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehe skemmtileg lýsing. Næst þegar þú teflir þá munu ráðgjafar andstæðingsins segja " Ekki lát´ann fórna!".

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 02:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og til hamingju með þetta

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 02:34

3 Smámynd: Snorri Bergz

Setti skákina inn með skýringum á Skákhornið: http://skak.hornid.com

Snorri Bergz, 9.10.2007 kl. 05:18

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sé hvergi skákina

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband