Ömurlegt

Jæja, þetta er fallegur dagur, eins og Bubbi söng, en engu að síður ömurlegur.

Allt gekk á afturfótunum.

Hjá okkur T.R.ingum fór illa. Hannes samdi snemma á fyrsta borði, en það var líka allt of sumt.


Nataf lék niður unninni stöðu í tímahraki gegn Naiditsch muppetinu, sem var smekklega beðinn að hafa sig hægan af ónefndum Íslendingi á sama móti í fyrra fyrir herfilegan dónaskap og svívirðingar í garð Íslendinga og íslenskra skákmanna. Hann hefur haldið sig fjarri Íslendingum þetta skiptið.

Þrölli tefldi eina af þessu bitlausu byrjunum og var píndur fram eftir degi.

Stebbi fékk yfirburðastöðu úr byrjuninni gegn Tregubov, en lék illilega af sér í tímahrakinu líka.

Addi fékk ágæta stöðu, en lék herfilega af sér í einum og tjaldið féll.

Jón Viktor fékk erfiða stöðu úr byrjuninni en fórnaði skiptamun. Hann átti a.m.k. einu sinni þráleik til jafnteflis, en gallinn var, að hann var þá að falla á tíma og lék fyrsta skynsamlega leiknum sem hann sá. Þar fór hálfur í súginn.

Stórmeistaralið Clichy var vitaskuld sigurstranglegra enda mun stigahærri liðsmenn á öllum borðum. En samt.

Þetta er súrt. 3-3 hefði verið eðlileg úrslit miðað við stöðurnar, en aðeins hálfur vinningur kom í hús. Roar, hverjum ætli ég skipti út af á morgun?

Hellismenn voru varla skárri, en þeir tefldi við lið sem var jafnt þeim að styrkleika og 3,5, hefði kannski verið eðlileg úrslit fyrir Helli, eða amk ásættanleg. Robbi samdi fljótlega í steindauðri stöðu, en Sig. Daði slátraði sínum andstæðingi. Aðrir fóru niður í logum og sáu vart til sólar

 1,5 - 4,5 gegn þessu liði er semsagt algjör hörmung líka.


Ömurlegur dagur.


Það eina góða við daginn er, að það var talið hér af ákveðnum aðila, að ég væri 27 ára með "good face"...en meira segi ég ekki um málið.

En vonandi koma menn úthvíldir og tilbúnir í slaginn á morgun.

Því fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Strákarnir fóru í bæjarrúnt eftir matinn, en ég verð eftir á hótelinu af skiljanlegum ástæðum. Over and out. Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Skál og áfram Ísland!

Sigurjón, 7.10.2007 kl. 03:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband