Miðvikudagur, 3. október 2007
1. umferð hafin
Jæja, héðan úr 30+ stiga svækju í Kemer, Antalyu, er svosem allt gott að frétta. Bragi hefur jafnað sig aðeins og mætir galvaskur gegn sterkum GM. Stefán hefur einnig hrist af sér slæmsku.
Aðstæður hér eru til mikillar fyrirmyndar. Hótelsvæðið er ótrúlega flott, herbergin mjög fín (amk hjá TRingum, sem eru í "VIP álmunni!") og skákstaðurinn er flottur. Ég man eiginlega ekki eftir svona snilld lengi. Hér er greinilega mikill metnaður lagður í, að gera allt sem best.
Nú, að viðureign TRinga:
Hannes er með hvítt gegn náunga með 2320. Upp kom Jaenisch/Latvian bræðingur og hef ég ekki trú á öðru en að Hannes taki þetta. En þetta er samt ekkert ljóst, svartur fær counter fyrir peð, sem mér sýndist hann vera að fórna áðan.
Nataf teflir afbrigði, sem ég held að heiti Kalashnikov, en það er Svesnikov, án þess að leika Rf6 strax, heldur 2...Rc6, 4...e5, 5...d6, þ.e. sama og Votava lék gegn mér í síðustu Deildó. Hann hefur teflt þetta mjög hratt....en hinn hugsað. Þetta er semsagt á eldhúsborðinu ennþá.
Þrölli fékk Petroff á móti sér og notaði afbrigðið, sem hefur verið í tísku, en Gelfand hefur væóleitað í skákunum á síðasta heimsmeistaramóti. Þrölli tekur hann samt, auðvitað.
Stefán er að tefla 1...Rc6, Nimzowitsch bragðið, sem hann beitti fyrst gegn mér á Skákþingi Íslands. Allt í járnum ennþá.
Addi tefldi Réti og mun smám saman kyrkja andstæðing sinn, spái ég.
Jón Viktor er að tefla drekann með svörtu. Allt í hárnum
___
Bragi teflir Najdorf gegn GManum, en Armeninn svaraði með Be3, að sjálfsögðu, en í stað Rb3, í andsvari við e5, lék hann Rf5 og síðan Rg3. Merkilegt.
Húnó er með hvítt og teflir Drottingarpeðsbyrjun.
Daði teflir Kóngsindverja gegn Vaganian. Hann teflir varíant, sem er að komast úr tísku fyrir annan, sem jafnar taflir örugglega. En Vaggi hefur teflt svona í 40 ár og kann þetta vísast. En Daði hlýtur að vera vel undirbúinn úr því hann fer í þetta svona.
Robbi tók skoska leikinn á sinn GM. Staðan í járnum.
Ítalskur leikur hjá Stjána Eðvarðs, sem hefur lofað að taka skjaldbökudansinn fræga, nái hann punkti í dag.
Rúnar Berg er að tefla "eitthvað gambítsystem", eins og hann segir gjarnan sjálfur, gegn Sikileyjarvörn.
En jæja, umferðin farin af stað. Og allt í ókídókíinu só far.
Over and át frá Tyrklandi. Áfram Ísland.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.