Miðvikudagur, 3. október 2007
Kemer, Antalya: EM félagsliða 1. dagur
Jæja, kominn í netsamband. Loksins.
Þetta var eitt ömurlegasta ferðalag, sem við strákarnir höfum farið í og erum við þó flestir mjög reyndir í svona löguðu.
En við TR ingar látum ekki slá okkur svo auðveldlega út af laginu.
Kl.3.45 að morgni sendi ég leigara heim til Stefáns Kristjánssonar og ferðin var hafin. Já, ég er semsagt "captain" í hinu sigursæla TRliði. Þaðan var haldið áfram að pikka upp strákana og síðan mættu menn galvaskir út á völl um 5 leytið.
Þetta gekk allt vel, uns komið var til Frankfurt. Þar beið okkar löng bið á flugvellinum, en Frankfurt er ekki besti flugvöllur í heimi fyrir slíkt. Menn voru orðnir þreyttir, bæði við TRingar og Hellismenn.
Eins og jafnan áður gleymist það í þessum ferðum, að þessi tvö lið munu berjast á banaspjótum daginn eftir heimkomuna, en hér er öll dýrin í skóginum vinir.
Ferðin til Antalyu var hræðileg. Flugvélin var troðin, og aðstæður slæmar, enda lággjaldafélag í dýrari kantinum sem flaug okkur, Morozevich, Svíinum, Peter Heine og einstaka öðrum.
VIð höfðum hitt Þröst í Frankfurt, en Hannes og Nataf mættu okkur í Antalyu.
Frá Antalyu var farið með skjaldbökubílstjóra til Kemer og tók ferðin langan, langan tíma og voru menn alveg að missa sig í þröngum bussinum. Síðan voru Bragi og Stebbi orðnir lasnir, en aðrir bara aumir og þreyttir.
En ok, við komum á staðinn kl. 2.30 í nótt. Menn hittust svo yfir kaffisopa og tóku stöðuna, fundu Nataf og svo framvegis. Um 4 leytið skreið ég í bólið. Gjörsamlega búinn.
Nú kl. 8 hringdi síminn og vakti mig skv. stillingu. Fór ég skoðunarferð um þetta frábæra hótel, sem er heimur út af fyrir sig. Hitti svo Húninn í morgunmat, en hann er captain Hellisbúa og skiluðum við inn liðsmönnum dagsins, svona eins konar leikskýrsla.
Ég hvíli mig hiklaust í hverri umferð enda eru aðstæður hér hinar bestu og ég nenni ekki að tefla.
En a.m.k: ég er búinn að redda nafnspjöldunum fyrir strákana og nú er liðsfundur kl. 1 (10 að ísl. tíma), þar sem staðan er tekin.
Við TRingar fáum litháíska sveit og er krafa liðsstjóra að sigur vinnist 6-0. EKkert annað kemur til greina.
Hellismenn fá Armenanna sem eru með rosalega þétt lið, þar sem allir liðsmenn þeirra eru með um 2600 og yfir í skákstigum talið.
Markmið Húnsins liðstjóra er að verða ekki eggjaður, þ.e. að Hellismenn "grísi inn amk einu jafntefli, en annars get ég ekki hugsað um þetta fyrr en ég fæ úrslitin frá Arsenal leiknum."
Jæja, umferðin byrjar 15.00 í dag að staðartíma, eða 12 á hádegi heima á Fróni.
Áfram Ísland
Kv
Il Capitano
Athugasemdir
Við þökkum Guði fyrir að allir ykkar skuli hafa náð leiðarenda heilu og höldnu. Snorri, Arsenal vann 1-0 og lék liðið vel að vanda. Nú er bara fyrir TR að taka Lithána og ná góðu starti. Skilaðu baráttukveðju til drengjanna með ósk um að Stefán og Bragi nái sér fljótt af lasleikanum.
Kær kveðja frá TR, Óttar Felix
Óttar Felix Hauksson, 3.10.2007 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.