Laugardagur, 29. september 2007
Eru bandarískir kaþólikkar að missa það?
1. Sex nunnur reknar úr kirkjunni fyrir að dýrka Maríu meyju
Ja, nú er mér öllum næstum því lokið. Að vísu er sagan ítarlegri en þetta, en mergur málsins er, að kaþólska kirkjan í USA er aftur komin í miðaldagírinn og byrjuð að dæma hina og þessa sem örgustu trúvillinga sem megi helst ekki hafa nein samskipti við.
Samkvæmt frétt Associated Press voru 6 kaþólskar nunnur reknar út í hafsauga (excommunicated - þ.e. samasem brottrekstur) fyrir að neita að hætta aðild að kaþólsku félagi, en stofnandi þess telur sig vera setna (eða setinn; sbr. possessed) af Mariu mey. Vatíkanið hafði nefnilega gefið það út, að þetta væri trúvilla. Jæja, ok, en kannski maður spyrji t.d. Aðventista, sem segja að kaþólskan sé trúvilla. Ég er ekki viss um, að kaþólskan kirkjan hafi mikið efni á að kalla aðra trúvillinga...til þess er saga hennar of vafasöm. "Tré þekkist af ávexti þess", eða eitthvað svoleiðis.
En kannski ætti að reka alla úr kirkjunni fyrir að dýrka Maríu meyju...ég fatta ekki til hvers á að gera það. Ég veit ekki til að hún sé neins konar meðalgangari á milli Guðs og manna. Ég hélt að sonur hennar væri það.
En ok, réttara væri að segja, að nunnurnar hafi verið reknar út fyrir að trúa því að eikker kelling í Kanada væri María...Skiljanlegt svosem, miðað við þá dýrkun sem fer fram á Maríu í kaþólskunni.
2. Og síðan voru 16 öldungardeildarþingmenn í USA klagaðir (eða kærðir, eða skammaðir, whatever) af kaþólskum samtökum fyrir að hafa yfirgefið hina kaþólsku trú sína fyrir það að styðja að bann, sem Ronní Rekann lét setja 1984, um, að opinbert fé í USA verði ekki notað til að styrkja klíník eða spítala, þar sem boðið er upp á fóstureyðingar. En nú á semsagt að fara að styrkja erlendar stofnanir sem framkvæma fóstureyðingar.
Æ, mér hefur aldrei verið vel við frjálsar fóstureyðingar og hef ekki skipt um skoðun. Ég sá mynd forðum, "Silent Scream", og hef síðan fyllst hryllingi í hvert skipti sem ég heyri af svona drápum.
En menn geta nú verið kaþolikkar áfram, þó þeir séu ekki sammála kirkjunni í öllum málum. Hvað með t.d. alla mafíósana...það getur varla verið stefna kirkjunnar að morð sé leyfilegt á fullorðnum? Af hverju eru þeir ekki reknir?
En a.m.k.: datt í hug að lauma þessu inn, en spurning hvort Jón Valur hringi í mig á eftir. Langt síðan ég hef heyrt í honum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.