Mígið í Miðjarðarhafið

Ójá, eftir viku verð ég kominn suður til Miðjarðarhafs, þar sem öldurnar bláu sleikja við tásurnar, þar sem maður situr í fjörunni og mígur í saltan sjó.


Æjá, langt síðan maður hefur mígið í salt Miðjarðarhafið, eða einhverja afleggjara þess.


Með öðrum orðum, ég er að skreppa stutta ferð suður til Tyrklands með Taflfélagi Reykjavíkur til þátttöku í Meistaradeild Evrópu í skák. Á síðasta ári náð T.R. þeim ótrúlega árangri, að lenda í 5.-12. sæti í keppni sterkustu skákfélaga í heimi. Og ekki vantaði stórmeistarafansinn í hin liðin, en þarna voru samankomnir margir af sterkustu skákmönnum í heimi.


Og við höfðum bara einn, á fyrsta borði. Við hinir vorum semsagt bara IM- eða FM-muppet, en gerðum okkar besta. Og það dugði vel.


Mikið er um að vera í kvöld. Alþjóðaboðsmótinu er að ljúka með sigri Jóns Viktors Gunnarsson, alþjóðlegs meistara úr T.R. og meðlim varastjórnar félagsins. Jón verður vitaskuld þarna suðurfrá og  mun vísast mala gull, enda í dúndurformi strákurinn.

Esben Lund, Dani nokkur, hefur þegar tryggt sér áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með því að ná 7 vinningum af 9, vinningi minna en Jón, a.k.a. The Owl. Guðmundur Kjartansson, einn hinna efnilegu stráka úr T.R., getur einnig náð 7, takist honum að brjóta niður varnarmúr mótherja síns í kvöld, en það gæti reynst erfitt, því Berlínarmúr Ingvars Þórs er erfiður viðureignar.

(Viðbót: var að fá þær fregnir, að INgvar Þór hafi með Berlínarmúr sínum tekið Gumma og sviðið hann. Roar).

Nú, og unglingalið Arsenal vann a-lið Newcastle 2-0 á heimavelli, meðan Torres og hinar stjörnurnar í Liverpool unnu b-lið Reading 2-4 á útivelli.


Ótrúlegt að unglingalið Arsenal (nýtt unglingalið! unglingaliðið í fyrra er aðalliðið núna!) skuli fara svona létt með stjörnuliði Newcastle, sem skipað er reyndum köppum í öllum stöðum, og mörgum hverjum afar dýrum.  En Arsenal virðist hafa eitthvað, sem flestum öðrum liðum skortir.


En jæja, nenni ekki að hanga hér á officinu lengur. Going home


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband